Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

19. fundur 26. ágúst 2004 kl. 13:30 - 13:30 Eldri-fundur
Afréttarnefnd Þverárréttarupprekstrar, fundur nr. 19 Dags : 26.08.2004
 
Fundur afréttarnefndar Borgarbyggðar í Þverárréttarupprekstri var haldinn í Bakkakoti 26. ágúst 2004 og hófst hann kl. 13:30.
 
Mættir voru:
aðalfulltrúar: Kristján Axelsson
Þórir Finnsson
Egill Kristinsson
 
Kristján setti fundinn og stjórnaði honum. Þórir ritaði fundargerð.
 
Dagskrá:
1. Fundargerð Fjallskilanefndar Mýrasýslu.
Kristján sagði frá fundi í Fjallskilanefndinni sem haldinn var í Borgarnesi 23. ágúst sl. og vísaði til fundargerðar sem geymd er með öðrum gögnum í möppu afréttarnefndar.
 
2. Niðurjöfnun fjallskila.
Fjallskilum er jafnað niður á fjártölu sem er samtals 8279 kindur samkv. vortalningu.
Heildarfjallskilakostnaður er 1.962.123 kr. sem gerir 237 kr. pr. kind.
Fjallskilagjöld verða innheimt af Bæjarskrifstofu Borgarbyggðar og er gjalddagi
1. nóvember en eindagi 20. nóvember.
 
Leitir:
Farið verður í fyrstu leit föstudaginn 17. september. Farið verður í aðra leit
föstudaginn 24. september. Þriðju leit skal gera föstudaginn 1. október og laugardaginn 2. október. Þó er heimild til tilfærslu á leitardögum þriðju leitar samkvæmt fjallskilasamþykkt Mýrarsýslu. Fjallkóngar þriðju leitar taki ákvörðun um breytingu ef þurfa þykir. Fjórir menn frá Tungnamönnum fari inn í Dali og smali með Haukdælingum fyrri leitardag í fyrstu leit upp úr Dölunum og niður í Hvassárdal. Menn, sem fara inn í Dali verða frá eftirtöldum bæjum: Bakkakoti, Hjarðarholti (2 menn) og Steinum. Sindri Sigurgeirsson færi fyrir þessum hópi á laugardeginum.
Áríðandi er að leítarmenn séu vel útbúnir í hlýjum og vatnsheldum fatnaði í skærum litum.
 
Fjallkóngar í tungnamannaleitum verða:
1. leit Kristján Axelsson Bakkakoti
2. leit Jóhann Oddsson Steinum
3. leit Trausti Magnússon Hamraendum
 
Fjallkóngar í Þverhlíðingaleitum verða:
1. leit Einar S. Örnólfsson Sigmundarstöðum
2. leit Grétar Þ. Reynisson Höll
3. leit Eysteinn Bergþórsson Höfða
 
 
Fjallskiladagsverkið er metið á kr. 6000.
Fyrsta, önnur og þriðja leit til Hvítsíðinga eru metnar á 18.000 krónur. Þriðja leit til Stafholtstungna og Þverhlíðinga eru metnar á kr. 14.400.
Laugardagsleit er metin á kr. 7.200 kr.
Brekkurétt 6.000 kr
Nesmelsrétt 6.000 kr
Vökumaður 6.000 kr
Dráttarvél 12.000 kr
 
 
 
Réttir:
Fyrsta Þverárrétt verður mánudaginn 20. september og hefst kl. 07:00.
Önnur Þverárrétt verður mánudaginn 27. september og hefst kl. 10:00.
Þriðja Þverárrétt verður mánudaginn 4. október og hefst kl. 10:00.
Réttarstjóri verður Davíð Aðalsteinsson Arnbjargarlæk.
Landeigendur og/eða umráðamenn jarða smali heimalönd fyrir þriðju rétt og færi óskilafé þangað. Hestagirðingin verður fjárheld og því til afnota fyrir óskilafé. Eigendur sjái sjálfir um flutning á fé sem kemur fyrir í Dalasýslu eftir 9. nóvember.
 
Skýringar á skammstöfunum á fjallskilaseðlunum.
1.l. laug.: Menn, sem fara til Tungnamanna laugardaginn 18. sept. og smala þann dag.
2.l. laug.: Menn sem fara til Tungnamanna laugardaginn 25. sept. og smala þann dag.
Hv.s.: Menn sem fara til Hvítsíðinga.
 
 
 
 
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 18:50