Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

12. fundur 08. febrúar 2001 kl. 21:30 - 21:30 Eldri-fundur
Afréttarnefnd Þverárréttarupprekstrar, fundur nr. 12 Dags : 08.02.2001
Fundur afréttarnefndar Borgarbyggðar í Þverárréttarupprekstri var haldinn í Bakkakoti 8. febrúar 2001 og hófst hann kl. 21.30.
Mættir voru:
aðalfulltrúar: Kristján Axelsson
Þórir Finnsson
Ragnheiður Ásmundardóttir
Kristján Axelsson setti fund og stjórnaði honum. Þórir Finnsson ritaði fundargerð.
Fyrst var tekið fyrir bréf frá bæjarstjórn Borgarbyggðar sem fjallar um tillögur um breytingar, sem ekki eru samhljóða tillögum endurskoðunarnefndar, en endurspegla þær tillögur hennar um breytingar, sem niðurstaða var um að leggja fram til frekari umræðu.
Eftir nokkrar umræður var samþykkt eftirfarandi ályktun:
Afréttarnefnd Borgarbyggðar í Þverárréttarupprekstri ályktar um tillögu að breytingum á samþykkt um stjórn og fundarsköp Borgarbyggðar, samanber bréf dags. 22. janúar 2001 en ályktunin nær einungis til 57. gr. 12. tl. um kosningu afréttarnefnda. Því leggur afréttarnefndin til að bæjarstjórn kjósi fimm afréttarnefndir, þrjá fulltrúa í hverja nefnd og jafnmarga til vara. Skulu þær kosnar á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar.
Greinargerð:
Afréttarnefnd Borgarbyggðar í Þverárréttarupprekstri leggst gegn því að landbúnaðarnefnd tilnefni fulltrúa í afréttarnefndir, þar sem sú tilhögun tefur kjör nefndanna. Afréttarnefndir þurfa að hefja störf í síðasta lagi um miðjan júní m.a. getur þurft að ráða menn til viðhalds afréttargirðinga og stjórnun upprekstrar í afréttinn.
Formaður las upp bréf frá bæjarráði Borgarbyggðar dags. 4. okt. 2000, stílað til formanna afréttanefnda en bréf þetta fjallaði um misbrest á að reglum um smölun heimalanda sé framfylgt.
Afréttarnefnd ákvað að fresta ákvörðun um þetta mál til haustsins varðandi smalanir heimalanda sbr. 21 gr. fjallskilasamþykktar Mýrasýslu.
Síðastliðið haust voru þessi mál í nokkuð góðu lagi.
Rætt var um bréf, sem formaður ritaði landbúnaðarnefnd 29. febrúar 2000 varðandi talningu fjallskilaskylds fénaðar (þ.e. sauðfjár) en ekkert svar hefur borist um afgreiðslu þess.
Formanni er falið að skrifa landbúnaðarnefnd aftur um sama efni.

Fleira ekki tekið fyrir og
fundi slitið kl. 23.3o
Þórir Finnsson
fundarritari.