Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

21. fundur 12. desember 2005 kl. 13:00 - 13:00 Eldri-fundur
Afréttarnefnd Þverárréttarupprekstrar, fundur nr. 21 Dags : 12.12.2005
Fundur afréttarnefndar Borgarbyggðar í Þverárréttarupprekstri var haldinn á Bæjarskrifstofunni í Borgarnesi 12. des. 2005 og hófst hann kl. 13:00.
 
Mættir voru:
Frá upprekstarf. Þverárréttar: Kristján Axelsson
Þórir Finnsson
Egill Kristinsson
Ólafur Guðmundsson
 
Frá afréttarnefnd Borgarbyggðar Sverrir Guðmundsson
í Norðurárdal: Þórhildur Þorsteinsdóttir
Brynjar Sæmundsson
 
Auk þeirra sátu fundinn Elvar Ólason og Sigurjón Jóhannsson
 
Kristján Axelsson setti fund og skipaði Sigurjón Jóhannsson fundarstjóra.
Þórir ritaði fundargerð.
 
Eitt mál var á dagskrá:
 
Erindi frá Elvari Ólasyni og Þórhildi Þorsteinsdóttur á Brekku. Þau hafa óskað eftir að keyra fé sitt í afrétt Þverárréttar vegna breyttra aðstæðna í vestanverðum Norðurárdal. Miklar umræður urðu um þetta erindi, því margt þarf að athuga áður en ákvarðanir eru teknar. Áður hafði stjórn upprekstrarfélags Þverárréttar samþykkt að fé Þórhildar og Elvars verði keyrt í Þverárréttarupprekstur n.k. vor. Undir það tóku allri sem sátu fundinn.
Einnig samþykkti fundurinn að dreifbýlisfulltrúa og afréttarnefnd Norðurárdals verði falið að kom á fundi strax eftir áramótin og reyna að komast að samkomulagi um smalamennsku og leitir á svæði upprekstrarfélags Brekkuréttar.
Óskað er eftir afgreiðslu þessa máls hjá Bæjarstjórn Borgarbyggðar og Hreppsnefnd Hvítársíðuhrepps.
 
Meðfylgjandi er ljósrit af fundargerð af 28. fundi stjórnar upprekstrarfélags Þverárréttar, sem haldinn var 16. nóv. 2005
 
 
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 14.30.