Fara í efni

Afréttarnefnd Þverárréttar

1. fundur 30. júní 2006 kl. 13:15 - 13:15 Eldri-fundur
Afréttarnefnd Þverárréttar, fundur nr. 1 Dags : 30.06.2006
1. fundur afréttarnefndar fyrir Stafholtstungur austan Norðurár, Þverárhlíð, Norðurárdal sunnan Norðurár og Hvítársíðu var haldinn í Ráðhúsi Borgarbyggðar Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hófst hann kl 13:15 þann 30 júní 2006.
Sveitastjórn Borgarbyggðar kaus eftirtalda menn í ofangreinda nefnd 22 júní s.l
 
Aðalmenn:
Kristján Axelsson Bakkakoti
Þórir Finnsson Hóli
Egill Kristinsson Örnólfsdal
Ólafur Guðmundsson Sámsstöðum.
 
Varamenn:
Sigurjón Valdimarsson Glitstöðum
Þorvaldur T Jónsson Hjarðarholti
Þorsteinn Guðmundsson Húsafelli
Brynjólfur Guðmundsson Hlöðutúni.
 
Allir aðalmenn voru mættir til fundarins, auk þeirra mættu Sigurjón Jóhannsson og Eiríkur Ólafsson settur sveitarstjóri meðan Páll Brynjarsson er í sumarleyfi.
Sigurjón setti fundinn og bauð menn velkomna.
 
Dagskrá:
Kosning formanns, varaformanns og ritara.
Kristján Axelsson var kosinn formaður, Ólafur Guðmundsson var kosinn varaformaður og Þórir Finnsson var kosinn ritari.
Kristján tók nú við stjórn fundarins.
 
Önnur mál:
Fram kom á fundinum að Gróðurverndarnefnd Mýrasýslu hefur verið lögð niður, og rætt hefur verið að nýskipuð umhverfisnefnd taki að sér hennar hlutverk.
Einnig verður Upprekstrarfélag Þverárréttar lagt niður en hlutverk þess fellur undir afréttarnefnd.
Kristján setti fram svohljóðandi tillögu:
Afréttarnefnd Þverárréttar samþykkir að upprekstrartími á afréttinn verði frá og með 25. júní ár hvert út nýbyrjað kjörtímabil þ.e til og með ársins 2010.
Gefist tilefni til breytinga á framangreindri tímasetningu t.d vegna gróðurfars, viðhalds afréttagirðingar eða annarra þátta tekur afréttarnefnd afstöðu til þess og sendir út tilkynningu um breyttan upprekstrartíma.
Fundargerð verður send á öll lögbýli á afréttarsvæðinu.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl 15:00
 
Þórir Finnsson
Kristján J Axelsson
Egill Kristinsson
Ólafur Guðmundsson