Fara í efni

Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd

12. fundur 07. apríl 2020 kl. 08:30 - 10:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Guðmundsson formaður
  • Magnús Smári Snorrason varaformaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Ragnarsson aðalmaður
  • Brynja Þorsteinsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Maria Neves verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Maria Neves verkefnastjóri
Dagskrá

1.Tillaga um notkun fjarfundabúnaðar

2003157

Leiðbeiningar um tímabundna fjarfundi atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefndar
Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum í mars að heimila fjarfundi sveitarstjórnar, byggðarráðs og annarra fastanefnda sveitarfélagsins.
Formaður fór yfir leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga og önnur hagnýt atriði vegna fjarfunda hjá sveitarfélaginu.
Stuðst verður við fjarfundabúnað á næstu fundum nefndarinnar þangað til það koma tilmæli um annað.

2.Ársskýrsla Safnahús Borgarfjarðar 2019

2003152

Lögð fram ársskýrsla Safnahúss Borgarfjarðar 2019.
Nefndin þakkar fyrir góða og vandaða ársskýrslu.

3.Samvinnu í stefnumótun og uppbyggingu ferðamála á Vesturlandi

2002018

Lögð fram verkefnaáætlun frá Markaðsstofu Vesturlands.
Nefndin þakkar Markaðsstofu Vesturlands fyrir vel unna verkefnaáætlun og hlakkar til að vinna í góðu samstarfi áfram. Nefndin óskar eftir frekari upplýsingum um þá liði sem eru ófjármagnaðir.

4.Samstarf við N4 2020

2003029

Vísað til nefndarinnar af 520. fundi byggðaráðs.
Lagt fram erindi frá N4 varðandi samstarf um þættina Að vestan.
Nefndin samþykkir að ganga til samstarfs við N4 og leggur þá ákvörðun við sveitarstjórnar til samþykkis.

5.Merking stofnana

2003115

Vísað til nefndarinnar af 519. fundi byggðaráðs.
Umræða um merking stofnana.
Nefndin fagnar því að það sé vilji til þess að merkja stofnanir í Borgarbyggð og mun vinna málið áfram með umhverfis- og skipulagssviðinu. Nefndin leggur til að uppsetningu verði flýtt ef kostur er.

6.Markaðsstefnumótun

1910028

Lögð fram stöðuskýrsla frá Manhattan Marketing.
Nefndin þakkar fyrir góða stöðuskýrslu frá Manhattan Marketing. Fyrirtækið er að leggja lokahönd á vinnu við markaðsstefnumótun fyrir sveitarfélagið. Liður í þeirri vinnu var að eiga samtal við fyrirtæki í Borgarbyggð og var það gert á fyrirtækjaþinginu í janúar s.l. Áætlað er að vinnu fyrirtækisins ljúki á vordögum.

7.Stefnumótun í menningarmálum

2004020

Umræða um stefnumótun í menningarmálum.
Nefndin ákvað að setja af stað vinnu við gerð stefnu í styrkveitingum til menningarmála
í sveitarfélaginu. Verkefnastjóri mun vinna að verkefninu og leggja fyrir á næsta fundi.

8.Aðgerðir fyrir atvinnulífið vegna Covid-19

2004009

Umræða um hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir atvinnulíf í Borgarbyggð vegna Covid-19 faraldursins.
Hafin er vinna að aðgerðaráætlun fyrir sveitarfélagið. Nefndin telur mikilvægt að fylgjast með ástandinu í atvinnulífinu og að grunnur verður lagður fyrir uppbyggingu þegar ástandinu linnir.
Eitt af því sem nefndin leggur til er að markaðsetning á sveitarfélaginu verði efld enn frekar og áhersla verði lögð á stuðning við nýsköpun- og frumkvöðlastarf.

Fundi slitið - kl. 10:30.