Fara í efni

Borgarfjarðarstofa

19. fundur 06. september 2012 kl. 15:00 - 15:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir aðalmaður
  • Jóhannes Freyr Stefánsson aðalmaður
  • Þorvaldur Jónsson varamaður
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
Dagskrá

1.Þróunaráætlun fyrir Safnahús Borgarfjarðar fyrir árið 2013

1209012

Framlögð þróunaráætlun fyrir starfsemi Safnahúss Borgarfjarðar árið 2013
Framlögð þróunaráætlun fyrir starfsemi Safnahúss Borgarfjarðar árið 2013. Samþykkt að vísa henni til vinnu við fjárhagsáætlun.

2.Borgarnes 150 ára

1209013

Framlagt erindi frá Safnahúsi Borgarfjarðar vegna 150 ára afmælis Borgarness sem verður árið 2017. Forstöðumaður Safnahúss hefur lagt til að rituð verði saga Borgarness í tilefni þessara tímamóta.
Framlagt erindi frá Safnahúsi Borgarfjarðar vegna 150 ára afmælis Borgarness sem verður árið 2017, en sveitarstjórn samþykkti árið 2009 að rituð verði saga Borgarness í tilefni þessara tímamóta.
Vísað til vinnu við fjárhagsáætlun.

3.Fundargerðir frá starfsmannafundum í Safnahúsi Borgarfjarðar.

1205012

Framlagðar fundargerðir frá 107 og 108 fundi Safnahúss Borgarfjarðar.
Framlagðar fundargerðir frá 106, 107 og 108 fundi Safnahúss Borgarfjarðar.

4.Bréf frá Samstarfshópi um forvarnir í Borgarbyggð.

1205040

Framlagt erindi frá Samstarfshópi um forvarnir í Borgarbyggð, en byggðarráð vísaði því til umsagnar stjórnar Borgarfjarðarstofu.
Framlagt erindi frá Samstarfshópi um forvarnir í Borgarbyggð, en byggðarráð vísaði því til umsagnar stjórnar Borgarfjarðarstofu.
Stjórn Borgarfjarðarstofu leggur til að aldurstakmark á dansleiki í félagsheimilum í eigu Borgarbyggðar verði 18 ár, en ungmennum á aldrinum 16 til 18 ára sé heimilt að sækja dansleiki í fylgd með foreldrum þegar viðkomandi húsnefndir heimila slíkt.

5.Verkefnið Eyðibýli á Íslandi

1205081

Framlagt erindi frá Eyðibýli-áhugamannafélag. í erindinu er óskað eftir fjárhagslegum stuðningi við verkefnið. Erindinu var vísað frá byggðarráði til Borgarfjarðarstofu
Framlagt erindi frá Eyðibýli-áhugamannafélagi. Í erindinu er óskað eftir fjárhagslegum stuðningi við verkefnið. Erindinu var vísað frá byggðarráði til Borgarfjarðarstofu.
Borgarfjarðarstofa getur ekki orðið við erindinu, en bendir á að sveitarfélagið hafi stutt við verkefnið með öðrum hætti. Borgarfjarðarstofa er reiðubúin til samstarfs varðandi þetta áhugaverða verkefni á næsta ári.

6.Fundur með ferðaþjónustuaðilum í Borgarbyggð

1209031

Framlagt minnisblað frá fundi í Reykholti um ferðaþjónustu í Borgarbyggð
Framlagt minnisblað frá fundi í Reykholti um ferðaþjónustu í Borgarbyggð.
Sveitarstjóra falið að afla upplýsinga um heimild til gjaldtöku á ferðamannastöðum.

7.Markaðsstofa Vesturlands

1209048

Framlagt erindi frá Markaðsstofu Vesturlands vegna reksturs á upplýsingamiðstöð í Borgarnesi. í erindinu óskar markaðsstofan eftir því að framlag Borgarbyggðar til reksturs hennar hækki og verði 2.8 mkr á ári.
Framlagt erindi frá Markaðsstofu Vesturlands vegna reksturs á upplýsingamiðstöð í Borgarnesi. Í erindinu óskar markaðsstofan eftir því að framlag Borgarbyggðar til reksturs hennar hækki og verði 2.8 mkr á ári. Samþykkt að vísa erindinu til vinnu við fjárhagsáætlun.
Jafnframt samþykkt að bjóða framkvæmdastjóra Markaðsstofu Vesturlands á næsta fund Borgarfjarðarstofu.

8.Kynning á Borgarbyggð

1209030

Rætt um gerð kynningarstefnu og kynningarefnis fyrir Borgarbyggð.
Rætt um gerð kynningarstefnu og kynningarefnis fyrir Borgarbyggð.

9.Starfsáætlun Borgarfjarðarstofu

1209023

Rætt um starfsáætlun Borgarfjarðarstofu fyrir árið 2012.
Rætt um starfsáætlun Borgarfjarðarstofu fyrir árið 2012.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við Háskólann á Bifröst um kostnað og framkvæmd við þjónustukönnun fyrir sveitarfélagið.

Fundi slitið - kl. 15:00.