Fara í efni

Borgarfjarðarstofa

20. fundur 04. október 2012 kl. 15:00 - 15:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir aðalmaður
  • Jóhannes Freyr Stefánsson aðalmaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir aðalmaður
  • Friðrik Aspelund aðalmaður
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
Dagskrá

1.Húsin í Englendingavík

1210013

Á fundinn mætir Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar og kynnir hugmyndir sínar um mögulega nýtingu gömlu húsanna í Englendingavík.
Á fundinn mætti Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar og kynnti hugmyndir sínar um mögulega nýtingu gömlu húsanna í Englendingavík.
Stjórn Borgarfjarðarstofu felur sveitarstjóra að ræða við byggðastofnun um húsin, auk þess sem honum er falið að boða sveitarstjórn og fulltrúa Hollvinasamtaka Englendingavíkur til fundar með Borgarfjarðarstofu um framtíð húsanna.

2.Borgarnes 150 ára

1209013

Á fundinn mætir Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar til viðræðna um 150 ára afmæli Borgarness sem verslunarstðar, en afmælið verður árið 2017
Á fundinn mætir Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar til viðræðna um 150 ára afmæli Borgarness sem verslunarstaðar, en afmælið verður árið 2017. Borgarfjarðarstofa leggur til að hafist verði handa við ritun héraðasögu Mýra - og Borgarfjarðarsýslu. Fyrsti áfangi verksins verði ritun sögu Borgarness sem komi út árið 2017. Þá er lagt til að veitt verði kr.2.000.000 til verkefnisins á árinu 2013. Loks leggur Borgarfjarðarstofa til að skipuð verði ritnefnd til að stýra verkefninu.

3.Fjárhagsáætlun 2012 - Borgarfjarðarstofa

1210021

Rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.
Rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.

4.Áskorun: að Borgarbyggð óski eftir aðild að þróunar og nýsköpunarfélagi vþí er Akranes og Hvalfj.sveit hyggjast stofna í samstarfi við Faxaflóahafnir.

1210008

Framlagt erindi frá Stéttarfélagi Vesturlands þar sem skorað er á Borgarbyggð óska eftir aðkomu að samstarfi Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um frekari uppbyggingu á Grundartanga.
Framlagt erindi frá Stéttarfélagi Vesturlands þar sem skorað er á Borgarbyggð óska eftir aðkomu að samstarfi Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um frekari uppbyggingu á Grundartanga.
Borgarfjarðarstofa hvetur eindregið til þess að Borgarbyggð verði aðili að fyrirhuguðu samstarfi.

5.Saga jarðvangur

1209079

Framlagt erindi um Saga-jarðvang, en byggðarráðs óskaði eftir umsögn Borgarfjarðarstofu um erindið.
Framlagt erindi um Saga-jarðvang, en byggðarráðs óskaði eftir umsögn Borgarfjarðarstofu um erindið. Borgarfjarðarstofa óskar eftir frekari upplýsingum áður en hún veitir umsögn um erindið.

6.Markaðsstofa Vesturlands

1209048

Rætt um stuðning Borgarbyggðar við rekstur Markaðsstofu á Upplýsinga- og kynningarmiðstöð í Borgarnesi.
Rætt um stuðning Borgarbyggðar við rekstur Markaðsstofu á Upplýsinga- og kynningarmiðstöð í Borgarnesi.

7.Ferðaþjónusta í Borgarbyggð

1210022

Rætt um ferðaþjónustu í Borgarbyggð
Rætt um ferðaþjónustu í Borgarbyggð

8.Matarsmiðja í Borgarbyggð

1210020

Framlögð fundargerð frá fundi um stofun Matarsmiðju í Borgarbyggð. Auk þess er lögð fram Svót-greining fundarmanna.
Framlögð fundargerð frá fundi um stofun Matarsmiðju í Borgarbyggð. Auk þess er lögð fram Svót-greining fundarmanna. Borgarfjarðarstofa fagnar þeirri vinnu sem unnin hefur verið við undirbúning að stofnun Matarsmiðju og að verkefnið verði hluti að umsókn um IPA-styrk.

9.Fundargerðir frá starfsmannafundum í Safnahúsi Borgarfjarðar.

1205012

Framlögð fundargerð frá 110 fundi starfsmanna Safnahúss Borgarfjarðar
Framlögð fundargerð frá 110 fundi starfsmanna Safnahúss Borgarfjarðar.

10.Snorrastofa skipulagsskrá

1210033

Framlögð tillaga að breytingu á 2gr. og 4. gr. skipulagsskrár Snorrastofu. Borgarfjarðarstofa samþykkti að beina erindinu til byggðarráðs.

Fundi slitið - kl. 15:00.