Borgarfjarðarstofa
Dagskrá
1.Skráning reiðleiða - kortasjá
1210061
Landsamband hestamanna óskar eftir fjárstuðningi Borgarbyggðar við skráningu reiðleiða á öllu landinu.
Byggðarráð óskaði umsagnar Borgarfjarðarstofu um erindið.
Byggðarráð óskaði umsagnar Borgarfjarðarstofu um erindið.
2.Fundargerðir frá starfsmannafundum í Safnahúsi Borgarfjarðar.
1205012
Lagðar fram fundargerðir frá starfsmannafundum í Safnahúsi Borgarfjarðar.
Lagðar fram fundargerðir frá starfsmannafundum nr. 112 og 113 í Safnahúsi Borgarfjarðar.
3.Saga jarðvangur
1209079
Framlagður tölvupóstur frá aðstandendum Saga-jarðvangs vegna erindis þeirra sem vísað var til Borgarfjarðarstofu
Framlagður tölvupóstur frá aðstandendum Saga-jarðvangs vegna erindis þeirra sem vísað var til Borgarfjarðarstofu. Borgarfjarðarstofa mælir með því að Borgarbyggð taki þátt í undirbúningi verkefnisins.
4.Fjárhagsáætlun 2012 - Borgarfjarðarstofa
1210021
Framlögð drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 05 og atvinnumál og ferðaþjónustu.
Framlögð drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 05 og atvinnumál og ferðaþjónustu. Borgarfjarðarstofa fer fram á að fá aukið fjármagn til málaflokksins m.a. til að fjármagna þær 2 milljónir sem lagt hefur verið yil að varið verði í ritun á sögu Borgarness. SGB og JS leggja til að Borgarfjarðarstofa fái fjárveitingu sem standi undir hálfu stöðugildi til markaðssetningar á félagsheimilum og menningarhúsum.
5.Ferðaþjónusta í Borgarbyggð
1210022
Á fundinn mæta fulltrúar frá Markaðsstofu Vesturlands til viðræðan um ferðaþjónustu í Borgarbyggð
Á fundinn mætti Rósa Halldórsdóttir frá Markaðsstofu Vesturlands til viðræðna um ferðaþjónustu í Borgarbyggð og fyrirhuguðu átak í vetrar ferðamennsku og pakkaferðum.
6.Hjálmaklettur - markaðssetning
1210126
Á fundinn mætir Indriði Jósafatsson og kynnir verkefni sitt við Háskólann á Bifröst um markaðssetningu á Hjálmakletti.
Á fundinn mætti Indriði Jósafatsson og kynnti verkefni sitt við Háskólann á Bifröst um markaðssetningu á Hjálmakletti.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Byggðarráð óskaði umsagnar Borgarfjarðarstofu um erindið.
Borgarfjarðarstofa fagnar vinnu við skráningu reiðleiða og telur að verkefnið geti nýst ferðaþjónustu í Borgarbyggð.