Fara í efni

Borgarfjarðarstofa

22. fundur 03. janúar 2013 kl. 15:30 - 15:30 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • Jóhannes Freyr Stefánsson aðalmaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir aðalmaður
  • Friðrik Aspelund aðalmaður
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
Dagskrá

1.Þjóðahátíð Vesturlands

1211054

Framlagt erindi sem vísað var til umsagnar Borgarfjarðarstofu um stuðning við þjóðahátið sem fyrirhugað er að halda í Borgarnesi.
Framlagt erindi sem vísað var til umsagnar Borgarfjarðarstofu um stuðning við þjóðahátið sem fyrirhugað er að halda í Borgarnesi. Borgarfjarðarstofa mælir með því að hátíðin fái Hjálmaklett endurgjaldslaust, auk þess sem hátíðin verði studd fjárhagslega.

2.Starfsmannafundir 114 og 115

1301003

Framlagðar fundargerðir frá starfsmannafundum nr. 114 og 115 í Safnahúsi Borgarfjarðar
Framlagðar fundargerðir frá starfsmannafundum nr. 114 og 115 í Safnahúsi Borgarfjarðar.

3.Starfsáætlanir Borgarfjarðarstofu og Safnahúss Borgarfjarðar.

1301004

Rætt um starfsáætlun Borgarfjarðarstofu fyrir árið 2013
Rætt um starfsáætlun Borgarfjarðarstofu fyrir árið 2013.

4.Gjaldskrá félagsheimila

1301005

Rætt um gjaldskrá félagsheimila. Almennt hafa gjaldskrár hjá Borgarbyggð hækkað um 5% á milli ára, auk þess hafa komið fram ábendingar um gjald vegna dansleikja í Hjálmakletti sé of lágt miðað við önnur félagsheimili.
Rætt um gjaldskrár félagsheimila. Samþykkt að hækka viðmiðunargjaldskrá félagsheimila um 5%. Þá var samþykkt að bæta inn nýjum lið "dansleikir" í gjaldskrá Hjálmakletts.

5.Stuðningur við menningarstofnanir í Borgarbyggð

1301006

Rætt um stuðning Borgarbyggðar við menningarstofnanir í héraðinu. Þetta mál er tekið upp að ósk Halldóru Lóu Þorvaldsdóttur.
Rætt um stuðning og samstarf Borgarbyggðar við menningarstofnanir í sveitarfélaginu. Samþykkt að óska eftir fundi með forstöðumönnum menningarstofnanna í sveitarfélaginu.

Fundi slitið - kl. 15:30.