Fara í efni

Borgarfjarðarstofa

23. fundur 11. febrúar 2013 kl. 13:00 - 13:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir aðalmaður
  • Jóhannes Freyr Stefánsson aðalmaður
  • Þorvaldur Jónsson varamaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir aðalmaður
  • Friðrik Aspelund aðalmaður
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
Dagskrá

1.Nýting húsanna í Englendingavík

1301049

Erindi Þyngslalappar ehf um styrk frá Borgarbyggð vegna uppsetningar sýningar um Edduveröld og einnig að sveitarfélagið leigi hluta af húsnæðinu til sýningarhalds.
Framlagt erindi Þyngslalappar ehf um styrk frá Borgarbyggð vegna uppsetningar sýningar um Edduveröld og einnig að sveitarfélagið leigi hluta af húsnæðinu til sýningarhalds. Erindinu var vísað til umsagnar Borgarfjarðarstofu frá byggðarráði.
Borgarfjarðarstofa lýsir yfir ánægju með uppbyggingu Þyngslalappar ehf. í Englendingavík og mælir með því að sveitarfélagið leigi efra pakkhúsið undir sýningarhald. Borgarfjarðarstofa tekur ekki afstöðu til erindis um styrkveitingu vegna búnaðarkaupa og vísar því til byggðarráðs.

2.Fundargerðir frá starfsmannafundum í Safnahúsi Borgarfjarðar.

1205012

Framlagðar fundargerðir frá Starfsmannafundum nr. 116, 11Framlagðar fundargerðir frá Starfsmannafundum nr. 116, 117 og 118 í Safnahúsi Borgarfjarðar7 og 118 í Safnahúsi Borgarfjarðar
Framlagðar fundargerðir frá starfsmannafundum nr. 116, 117 og 118 í Safnahúsi Borgarfjarðar.

3.Gjaldskrá félagsheimila

1301005

Rætt um tillögu að viðmiðunargjaldskrá fyrir félagsheimili og Hjálmaklett. Tillagan var rædd á 22 fundi Borgarfjarðarstofu og 257 fundi byggðarráðs. Byggðarráðs fól Borgarfjarðarstofu að vinna áfram að málinu sem m.a. var tekið fyrir á fundi með húsnefndum félagsheimila sem fram fór 21. janúar s.l.
Rætt um tillögu að viðmiðunargjaldskrá fyrir félagsheimili og Hjálmaklett. Tillagan var rædd á 22 fundi Borgarfjarðarstofu og 257 fundi byggðarráðs. Byggðarráð fól Borgarfjarðarstofu að vinna áfram að málinu sem m.a. var tekið fyrir á fundi með húsnefndum félagsheimila sem fram fór 21. janúar s.l.
Borgarfjarðarstofa vísar tillögunum til sveitarstjórnar með áorðnum breytingum.

Sigríður G. Bjarnadóttir vék af fundi eftir afgreiðslu þessa dagskrárliðar og Hrafnhildur Tryggvadóttir varamaður tók sæti hennar á fundinu.

4.Þjónustukönnun Capacent 2012

1212062

Rætt um þjónustukönnun Capasent árið 2012
Rætt um þjónustukönnun Capasent árið 2012. Borgarfjarðarstofa hvetur sveitarstjórn til að láta kanna frekar viðhorf íbúa til þjónustu Borgarbyggðar.

5.Ferðaþjónusta í Borgarbyggð

1302043

Framlögð samningsdrög við Markaðsstofu um stuðning Borgarbyggðar við rekstur upplýsingarmiðstöðvar í Borgarnesi. jafnfram rætt um hlutverk sveitarfélaga við uppbyggingu ferðaþjónustu með hliðsjón af skilgreiningu Markaðsstofu á því.
Framlögð samningsdrög við Markaðsstofu um stuðning Borgarbyggðar við rekstur upplýsingarmiðstöðvar í Borgarnesi.
Borgarfjarðarstofa samþykkti framlagðan samning.

Jafnfram rætt um hlutverk sveitarfélaga við uppbyggingu ferðaþjónustu með hliðsjón af skilgreiningu Markaðsstofu á því. Sérstaklega rætt um hlutverk sveitarfélaga við uppbyggingu á ferðamannastöðum. Borgarfjarðarstofa lýsir yfir óánægju með það að Borgarbyggð skildi ekki hafa fengið styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða við síðustu úthlutun. Þá er óskað eftir að sveitarstjóri leggi fram á næsta fundi yfirlit yfir fjárveitingar til ferðamannastaða í Borgarbyggð og fyrirhugaðar umsóknir um styrki.

6.Starfsáætlanir Borgarfjarðarstofu og Safnahúss Borgarfjarðar.

1301004

Framlögð starfsáætlun fyrir Borgarfjarðarstofu og Safnahús Borgarfjarðar fyrir árið 2013
Stjórn samþykkir starfsáætlun fyrir Safnahúss Borgarfjarðar og Borgarfjarðarstofu.

7.Borgarnes 150 ára

1209013

Framlögð drög að erindisbréfi fyrir ritnefnd sem skal stýra ritun á 150 ára sögu Borgarness.
Framlögð drög að erindisbréfi fyrir ritnefnd sem skal stýra ritun á 150 ára sögu Borgarness. Sveitarstjóra falið að kynna tillögu að erindisbréfi ritnefndar fyrir byggðarráði

8.Markaðs- og kynningarmál

1302045

Rætt um markaðs- og kynningarmál fyrir Borgarbyggð
Rætt um markaðs- og kynningarmál fyrir Borgarbyggð

9.Menningarsjóður Borgarbyggðar

1302044

Samkvæmt samþykktum Borgarbyggðar ber að skipa stjórn menningarsjóðs á tveggja ára fresti. því þarf Borgarfjarðarstofa að tilnefna 5 fulltrúa í stjórn sem sitja næstu tvö árin. Sveitarstjórn skipar síðan fulltrúana formlega.
Samkvæmt samþykktum Borgarbyggðar ber að skipa stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar á tveggja ára fresti, kjörtímabili núverandi stjórnar lauk í árslok 2012. Lagt er til að sömu aðilar skipi stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar og skipa stjórn Borgarfjarðarstofu. Þetta feli m.a. í sér að ekki verði greitt sérstaklega fyrir nefndarsetu í stjórn sjóðsins.

Fundi slitið - kl. 13:00.