Fara í efni

Borgarfjarðarstofa

24. fundur 07. mars 2013 kl. 15:00 - 15:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir aðalmaður
  • Jóhannes Freyr Stefánsson aðalmaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir aðalmaður
  • Friðrik Aspelund aðalmaður
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
Dagskrá

1.Menningarsjóður Borgarbyggð

1303026

Á fundinn mætir Embla Guðmundsdóttir upplýsinga- og þjónustufulltrúi og kynnir umsóknir í Menngingarsjóð Borgarbyggðar. Umsóknarfrestur rann út 1. mars s.l.
Á fundinn mætti Embla Guðmundsdóttir og ræddi málefni Menningarsjóðs Borgarbyggðar.

2.Umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamála

1303025

Rætt um umsóknir aðila í Borgarbyggð í Framkvæmdasjóð ferðmannastaða. Einnig rætt um hugmyndir Neðribæjarsamtakanna um söguhringi í Borgarnesi (gönguleiðir).
Rætt um umsóknir aðila í Borgarbyggð í Framkvæmdasjóð ferðmannastaða. Einnig rætt um hugmyndir Neðribæjarsamtakanna um söguhringi í Borgarnesi (gönguleiðir).
Borgarfjarðarstofa fangar þeim umsóknum sem komnar eru fram og óskar eftir áframhaldandi samstarfi við Markaðsstofu Vesturlands og ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu um uppbyggingu ferðamannastaða.

3.Kynningar- og ímyndarmál

1303027

Sveitarstjóri greinir frá umræðu í Háskólaráði Borgarfjarðar um hvernig rétt sé að standa að kynningu á sveitarfélaginu.
Sveitarstjóri greindi frá umræðu í Háskólaráði Borgarfjarðar um hvernig rétt sé að standa að kynningu á sveitarfélaginu og hvað hugmyndir hafi verið ræddar þar. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
Borgarfjarðarstofa samþykkti að Sigríður Bjarnadóttir verði tengiliður Borgarfjarðarstofu við starfsmenn sem eru að vinna endurbótum á heimasíðu sveitarfélagsins.
Formaður kynnti verkefni "Be Iceland" um að staðsetja sögustaði og þjónustustofnanir í Borgarbyggð í appinu. Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við Markaðsstofu um verkefnið.

4.Borgarnes 150 ára

1209013

Rætt um útgáfu 150 ára sögu Borgarness.
Rætt um útgáfu 150 ára sögu Borgarness, erindisbréf fyrir ritnefnd samþykkt.

5.Sýning í Englendingavík

1303029

Á fundinn kemur Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar og kynnir hugmyndir sínar um uppsetningu á sýningu í Efa-pakkhúsinu í Englendingavík.
Á fundinn kom Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar og kynnti hugmyndir sínar um uppsetningu á sýningu í Efra-pakkhúsinu í Englendingavík. Borgarfjarðarstofa samþykkti að óska eftir umsóknum frá lista eða handverksfólki til að starfa og sýna verk sín í húsinu. Jafnframt óskar Borgarfjarðarstofa eftir samstarfi við Neðribæjarsamtökin og Edduveröld um verkefnið.

6.Sýning um Hallstein og Ásmund Sveinssyni.Styrkumsókn.

1302123

Rætt um erindi Safnahúss Borgarfjarðar þar sem óskað er eftir styrk vegna uppsetningar á sýningu um Hallstein og Ásmund Sveinssyni
Rætt um erindi Safnahúss Borgarfjarðar þar sem óskað er eftir styrk vegna uppsetningar á sýningu um Hallstein og Ásmund Sveinssyni. Í ljósi þess að verkefnið fékk ekki stuðning Menningarráðs Vesturlands þá hvetur Borgarfjarðarstofa sveitarstjórn til að veita fjármagni til verkefnisins.

7.Starfsmannafundir 119 og 120

1303028

Framlagðar fundargerðir frá 119 og 120 fundi starfsmanna Safnahúss Borgarfjarðar.
Framlagðar fundargerðir frá 119 og 120 fundi starfsmanna Safnahúss Borgarfjarðar.

Fundi slitið - kl. 15:00.