Fara í efni

Borgarfjarðarstofa

25. fundur 08. maí 2013 kl. 15:00 - 15:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir aðalmaður
  • Jóhannes Freyr Stefánsson aðalmaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir aðalmaður
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
Dagskrá

1.Borgarnes 150 ára

1209013

Skipað í ritnefnd Sögu Borgarness
Rætt um skipan á ritnefnd um Sögu Borgarness. Borgarfjarðarstofa samþykkti að leita til fimm aðila varðandi setu í nefndinn. Sveitarstjóra falið að ræða við viðkomandi aðila.

2.Bókasafn Borgarbyggðar

1305017

Á fundinn mæta Guðrún Jónsdóttir og Sævar Jónsson frá Safnahúsi Borgarfjarðar og kynna rekstur bókasafna, en Sævar er nýkominn úr námsferð þar fræðst var um rekstur bókasafna.
Á fundinn mættu Guðrún Jónsdóttir og Sævar Jónsson frá Safnahúsi Borgarfjarðar og kynntu rekstur bókasafna, en Sævar er nýkominn úr námsferð til Hollands þar sem fræðst var um rekstur bókasafna.

3.Starfsmannafundir 121-125

1305016

Framlagðar fundargerðir frá starfsmannafundum 121-124 í Safnahúsi Borgarfjarðar.
Framlagðar fundargerðir frá starfsmannafundum 121-124 í Safnahúsi Borgarfjarðar.

4.Kynningar- og ímyndarmál

1303027

Sveitarstjóri greindi frá vinnu við markaðs- og kynningarmál hjá Borgarbyggð.
Sveitarstjóri greindi frá vinnu við markaðs- og kynningarmál hjá Borgarbyggð. Þar kom m.a. fram að Gísli Einarsson hélt nýverið fyrirlestur fyrir starfsmenn Borgarbyggðar um fréttir og markaðssetningu, auk þess sem sveitarfélagið hefur hug á vinna kynningarmyndband um Borgarbyggð sem búsetukost. Einnig var rætt um greinarskrif í Skessuhorn um Borgarbyggð.

5.Sýning í Englendingavík

1303029

Í samráði við Safnahús Borgarfjarðar og Edduveröld er lagt til að listamönnunum Ara Svavarssyni og Ágústu
Malmquist verði úthlutað Efra-pakkhúsið í Englendingavík undir vinnuaðstöðu sumarið 2013. Þau eru með vinnustofu og gallerý Níu heimar. Hann er eldsmiður og vinnur í tré hún er listakona sem gerir ýmislegt.
Að höfðu samráði við Safnahús Borgarfjarðar og Edduveröld samþykkir Borgarfjarðarstofa að listamönnunum Ara Svavarssyni og Ágústu Malmquist verði úthlutað Efra-pakkhúsið í Englendingavík undir vinnuaðstöðu sumarið 2013. Þau reka vinnustofu og gallerýið Níu heimar. Sveitarstjóra falið að ganga frá samkomulagi um verkefnið.

6.Saga jarðvangur

1209079

Á fundinn mæta Þórður Kristleifsson og Edda Arinbjarnar og kynna stöðuna á vinnu við SAGA-jarðvang
Á fundinn mættu Þórður Kristleifsson og Edda Arinbjarnar og kynntu stöðuna á vinnu við stofnun SAGA-jarðvangs sem og frekari uppbyggingu á ferðaþjónustu í Húsafelli.

7.Samstarfsverkefni Markaðsstofu Vesturlands og sveitarfélaga á Vesturlandi

1211047

Rætt og möguleg samstarfsverkefni Borgarbyggðar og Markaðastofu Vesturlands.
Rætt um möguleg samstarfsverkefni Borgarbyggðar og Markaðastofu Vesturlands.

8.Erindi frá leikdeild Skallagríms

1304101

Framlagt erindi frá Leikdeild Skallagríms um afnot af félagsheimilinu Lyngbrekku
Framlagt erindi frá Leikdeild Skallagríms um afnot af félagsheimilinu Lyngbrekku. Borgarfjarðarstofa tekur jákvætt í að leikdeildin fái aðstöðu í Lyngbrekku, en óskar eftir umsögn húsanefndar um rekstrarfyrirkomulag og aðstöðu.

9.Stefna Borgarbyggðar í íþrótta- og tómstundamálum.

1304109

Framlögð tillaga að stefnu Borgarbyggðar í tómstundamála, en tómstundanefnd kallar eftir umsögn Borgarfjarðarstofu um stefnuna.
Framlögð tillaga að stefnu Borgarbyggðar í tómstundamálum, en tómstundanefnd kallaði eftir umsögn Borgarfjarðarstofu um stefnuna. Borgarfjarðarstofa fagnar framkominni stefnu í tómstundamálum og gerir ekki athugsemd við tillöguna.

Fundi slitið - kl. 15:00.