Fara í efni

Borgarfjarðarstofa

26. fundur 06. júní 2013 kl. 15:30 - 15:30 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Jónína Erna Arnardóttir formaður
  • Jóhannes Freyr Stefánsson aðalmaður
  • Þorvaldur Jónsson varamaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir aðalmaður
  • Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
Dagskrá

1.Stofnskrá byggðasafns

1306012

Framlögð stofnskrá byggðasafns til staðfestingar.
Framlögð stofnskrá byggðasafns til staðfestingar. Stjórn Borgarfjarðarstofu staðfesti stofnskrána.

2.Kynningarmyndband um Borgarbyggð

1306011

Sveitarstjóri kynnti stöðu mál varðandi gerð kynningarmyndbands.
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála varðandi gerð kynningarmyndbands um Borgarbyggð. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

3.Kynning á Borgarbyggð

1209030

Rætt um gerð kynningu á Borgarbyggð og greinaskrif í Skessuhorn.
Rætt um kynningu á Borgarbyggð og greinaskrif í Skessuhorn. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

4.Borgarnes 150 ára

1209013

Sveitarstjóri greindi frá fyrsta fundi í vinnuhópi um ritun á 150 ára sögu Borgarness sem verslunarstaðar.
Formaður greindi frá fyrsta fundi ritnefndar um 150 ára sögu Borgarness. Borgarfjarðarstofa býður ritnefnd velkomna til starfa og óskar henni velfarnaðar.

5.Erindi frá Fornbílafjelaginu

1305012

Framlagt bréf frá Fornbílafjelagnu varðandi frekari aðstöðu í Brákarey.
Framlagt bréf frá Fornbílafjelagnu varðandi frekari aðstöðu í Brákarey. Stjórn Borgarfjarðarstofu óskar eftir skýrslu vinnuhóps um nýtingu fasteigna Borgarbyggðar áður en umsögn er veitt.

6.Dagskrá 17. júní 2013

1306023

Á fundinn mætir Sigurþór Kristjánsson og kynnir fyrirhugaða dagskrá á 17. júní.
Á fundinn mætti Sigurþór Kristjánsson og kynnti fyrirhugaða dagskrá á 17. júní.

Fundi slitið - kl. 15:30.