Fara í efni

Félagsmálanefnd

6. fundur 13. desember 2006 kl. 10:25 - 10:25 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 6 Dags : 13.12.2006
6. fundur félagsmálanefndar Borgarbyggðar haldinn miðvikudaginn 13. desember, 2006, kl. 16:00, að Borgarbraut 14.
 
Mættir voru á fundinn: Kristín Valgarðsdóttir, Ingibjörg Daníelsdóttir, Jónína Heiðarsdóttir, Guðbjörg Sólveig Sigurðardóttir og Hjördís Hjartardóttir.
 
Dagskrá:
1. Farið yfir og gerð tillaga að reglum um lækkun á fasteignaskatti.
Þeir sem fá fulla tekjutryggingu fá skattinn felldan niður, en þeir sem fáskerta tekjutryggingu fá 50% lækkun. Þeir sem fá enga tekjutryggingu fáenga lækkun. Hjá hjónum og sambýlisfólki ræður aldur þess er fyrr verður 67 ára. Þeir sem verða 67 ára eða öryrkjar á árinu njóta sama réttar. Skilyrðier að húsnæðið sé íbúðarhúsnæði til eigin nota og ekki séu af því leigutekjur.
 
2. Rædd starfsáætlun fyrir 2007.
Rædd starfsáætlun fyrir árið 2007.
 
3. Umræður um nýtingu á félagslegu húsnæði.
Nefndin felur Félagsmálastjóra að skoða hvort leigjendur félagslegsleiguhúsnæðis uppfylli skilyrði, ella verði þeim sagt upp.
 
4. Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir félagsmálanefnd.
Drög lögð fram og vísað til næsta fundar.
 
5. Sagt frá áætlunum um nýjar íbúðir á vegum ríkisins og Öryrkjabandalagsins fyrir fatlaða í Borgarnesi.
Félagsmálastjóri kynnti fyrir nefndinni hugmyndina um nýjar íbúðir sem á að fara að byggja.
 
6. Umsókn um stuðning á heimili.
Samþykkt. Skráð í trúnaðarbók
 
7. Umsókn um fjárhagsaðstoð
Samþykkt. Skráð í trúnaðarbók.
 
8. Umsókn um fjárhagsaðstoð
Samþykkt. Skráð í trúnaðarbók.
 
9. Umsókn um fjárhagsaðstoð
Samþykkt. Skráð í trúnaðarbók
 
10. Fundartími nefndar.
Ákveðið að breyta fundartíma í 1. miðvikudag mánaðarlega frá febrúar.