Fara í efni

Félagsmálanefnd

8. fundur 07. febrúar 2007 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 8 Dags : 07.02.2007
8. fundur félagsmálanefndar Borgarbyggðar haldinn miðvikudaginn 7. febrúar 2007, kl. 16:00, að Borgarbraut 14.
 
 
Mættir: Kristín Valgarðsdóttir, Ingibjörg Daníelsdóttir, Jónína Heiðarsdóttir og Guðbjörg Sigurðardóttir Haukur Júlíusson
 
Auk þess sat fundinn Hjördís Hjartardóttirfélagsmálastjóri
 
 
Dagskrá:
 
1. Jafnréttismál - kannanir á kjörum kynjanna - jafnréttisáætlun- skipting kynjanna í nefndum.
Jónína Heiðarsdóttir kjörin sem talsmaður félagsmálanefndar í jafnréttismálum.
Lagt fram yfirlit yfir stöðu kynjanna í sveitarstjórn og nefndum. Af aðalmönnum eru 131 karl og 61 kona og af
varamönnum eru 119 karlar og 70 konur. Jafnræðis kynjanna hefur þannig ekki verið nægilega gætt við skipun í nefndir.
Félagsmálastjóra falið að gera könnun á launum kynjanna hjá sveitarfélaginu.
Félagsmálastjóra falið að senda jafnréttisáætlunina til allra nefnda á vegum sveitarstjórnar og óska eftir ábendingum, einkum hvað varðar þeirra svið, um það sem upp á vantar eða betur má fara í áætluninni eða jafnréttismálum hjá sveitarfélaginu.
2. Umsókn um fjárhagsaðstoð. Skráð í trúnaðarbók.
 
3. Umsókn um lengda viðveru nemanda/stuðning á heimili. Skráð í trúnaðarbók.
 
4. Umsókn um leyfi til dagvistunar á einkaheimili.
Birna Jennadóttir, kt. 291160-2209, Böðvarsgötu 8, sækir um leyfi til gæslu 1 barns allan daginn.
Samþykkt leyfi til bráðabirgða til gæslu eins barns allan daginn. Leyfið gildir í 6 mánuði.
 
5. Lagt fram erindi byggðarráðs með beiðni um umsögn vegna erindis vegna endurhæfingarklúbbs öryrkja.
 
Félagsmálanefnd sér ekki fyrir sér að þetta úrræði nýtist íbúum Borgarbyggðar.
 
 
6 Önnur mál.
 
a. Rætt um reglur um endurgreiðslu vegna félagslegrar heimaþjónustu.
Félagsmálastjóra falið að gera tillögu að reglum um endurgreiðslu.
 
b. Lögð fram endanleg starfsáætlun félagsþjónustu.
 
c. Kynnt ákvörðun sveitarstjórnar frá 11. janúar sl. um að vísa samþykkt félagsmálanefndar um nýtingu félagslegs húsnæðis til byggðaráðs.
 
d. Gerð grein fyrir breytingum á reglum um lækkun /niðurfellingu fasteignaskatts.
 
e. Minnt á námskeið fyrir félagsmálanefndir.
 
 
Fundi slitið kl. 18:18