Fara í efni

Félagsmálanefnd

9. fundur 07. mars 2007 kl. 18:33 - 18:33 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 9 Dags : 07.03.2007
9. fundur félagsmálanefndar Borgarbyggðar haldinn miðvikudaginn 7. mars 2007, kl. 16:00, að Borgarbraut 14.
 
Mættir: Kristín Valgarðsdóttir, Jónína Heiðarsdóttir, Ingibjörg Daníelsdóttir, Guðbjörg Sigurðardóttir, Haukur Júlíusson.
 
Auk þess sat fundinn Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri.
 
Dagskrá:
 
1. Farið yfir gjaldskrá fyrir heimaþjónustu.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir heimaþjónustu Borgarbyggðar.
Tillagan var samþykkt.
 
2. Farið yfir reglur um heimaþjónustu.
Lögð fram tillaga að reglum um félagslega heimaþjónustu í Borgarbyggð. Tillagan var samþykkt.
 
3. Umsókn um leyfi til dagvistunar á einkaheimili. Anna Dröfn Sigurjónsdóttir,kt. 190882-5279, Kvíaholti. Samþykkt að veita leyfi til gæslu 4urra barna, enda ljúki umsækjandi dagmæðranámskeiði í byrjun apríl. Leyfið gildir frá 1. apríl og er til 1 árs.
 
4. Lagt fram bréf vinnuhóps um málefni innflytjenda með beiðni um umsögn vegna tillögu að stefnu Borgarbyggðar í málefnum innflytjenda.
Verður tekið fyrir á næsta fundi.
 
5. Kynnt erindi frá Borgarfjarðardeild RKÍ, framsent frá Byggðaráði, v. þjónustu við innflytjendur.
 
6. Lagðar fram afgreiðslur félagsmálastjóra frá síðasta fundi.
 
Fundi slitið 17:56