Fara í efni

Félagsmálanefnd

101. fundur 22. maí 2001 kl. 09:00 - 09:00 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 101 Dags : 22.05.2001

Fundur var haldinn í félagsmálanefnd Borgarbyggðar þriðjudaginn 22. maí 2001 að Borgarbraut 11 og hófst kl. 9.°°
Mætt voru:
aðalfulltrúar:Sigrún Símonardóttir
Eygló Egilsdóttir
Birgir Hauksson
Ingveldur H. Ingibergsdóttir
Kristín M.Valgarðsdóttir
félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
Dagskrá:
1. Þrjár umsóknir um viðbótarlán.
a) Viðkomandi aðila er synjað þar sem hann er langt yfir tekjumörkum um viðbótarlán.
b) Viðkomandi aðilar sækja um viðbótarlán að upphæð 3.040 þús. Samþykkt að veita lán að upphæð 2.040 þús. en láni að upphæð 3.040 þús. synjað þar sem félagslegar aðstæður aðila eru góðar og fyrirhugað húsnæði dýrara en nauðsynlegt þykir til að leysa húsnæðisvanda þeirra. Samþykktin gildir í 4 mánuði.
c) Samþykkt að veita viðkomandi aðila viðbótarlán að upphæð 840 þús. kr. Samþykktin gildir í 4 mánuði.
2. Umsókn um fjárhagsaðstoð.
Fært í trúnaðarmálabók.
3. Jafnréttisáætlun.
Farið var yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á jafnréttisáætluninni. Nefndin samþykkir þær fyrir sitt leyti og vísar áætluninni til afgreiðslu hjá bæjarstjórn.
4. Önnur mál.
Hjördís lagði fram boð til fulltrúa í félagsmálanefnd þar sem boðið er til formlegrar opnunar leikskóladeildarinnar að Mávakletti 14, þann 24. maí kl. 10.

Fundi slitið kl. 11.05.
Kristín M. Valgarðsdóttir,
fundarritari.