Fara í efni

Félagsmálanefnd

100. fundur 09. maí 2001 kl. 09:00 - 09:00 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 100 Dags : 09.05.2001
Fundur var haldinn í félagsmálanefnd Borgarbyggðar miðvikudaginn 9. maí 2001 að Borgarbraut 11 og hófst kl. 9.°°
Mætt voru:
aðalfulltrúar:Sigrún Símonardóttir
Eygló Egilsdóttir
Kristín M.Valgarðsdóttir
félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
Dagskrá:
1. Umsókn um viðbótarlán.
Fært í trúnaðarmálabók. Samþykkt að veita viðkomandi aðila viðbótarlán að hámark kr. 1.400.000 svo fremi að viðkomandi aðili standist greiðslumat. Samþykktin gildir í fjóra mánuði.
2. Umsókn um fjárhagsaðstoð.
Fært í trúnaðarmálabók. Hluta erindisins er vísað til bæjarstjórnar.
3. Umsókn um liðveislu/stuðningsaðila.
Fært í trúnaðarmálabók.
4. Jafnréttisáætlun.
Farið var yfir jafnréttisáætlunina. Ákveðið að fresta afgreiðslu hennar til næsta fundar. Félagsmálastjóri afhenti fundarmönnum ný jafnréttislög.

Fundi slitið kl. 10.30.
Kristín M. Valgarðsdóttir,
fundarritari.