Fara í efni

Félagsmálanefnd

14. fundur 06. september 2007 kl. 08:57 - 08:57 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 14 Dags : 06.09.2007
14. fundur félagsmálanefndar Borgarbyggðar
haldinn fimmtudaginn 6. september 2007, kl. 16:00, að Borgarbraut 14.
 
 
Mættir: Kristín Valgarðsdóttir, Ingibjörg Daníelsdóttir,
Guðbjörg Sigurðardóttir, Svava Kristjánsdóttir og
Haukur Júlíusson.
 
 
Auk þess sat fundinn Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri.
 
 
1. Farið yfir skoðanakönnun Gallup fyrir Borgarbyggð, sbr. samþykkt byggðaráðs 22. ágúst.
Nefndin ítrekar bókanir frá síðasta fundi.
 
2. Farið yfir Staðardagskrá 21.
Nefndin samþykkir að skipa Kristínu Valgarðsdóttur og Guðbjörgu
Sigurðardóttur í starfshóp til að fara yfir málið og skila niðurstöðum til umhverfisfulltrúa.
 
3. Beiðni um umsögn um drög að lögreglusamþykkt.
Nefndin leggur til að 29. grein verði breytt þannig að nektardans verði alfarið bannaður í sveitarfélaginu.
 
4. Beiðni um umsögn um drög að erindisbréfum fyrir ungmennaráð og öldungaráð.
Félagsmálanefnd gerir ekki athugasemdir en leggur áherslu á notkun orðsins öldungaráð í stað öldrunarráð.
 
5. Beiðni um umsögn um drög að menningarstefnu.
Nefndin fjallaði um drögin.
Nefndin gerir ekki athugasemdir.
 
6. Umsókn um stuðningsfjölskyldu.
Samþykkt sjá trúnaðarbók.
 
7. Umsókn um stuðningsfjölskyldu.
Samþykkt sjá trúnaðarbók.
 
8. Umsókn um stuðning vegna fatlaðs barns utan skólatíma og ferðaþjónustu fatlaðra.
Samþykkt sjá trúnaðarbók.
 
9. Umsókn um leyfi til dagvistunar á einkaheimili.
Unnur Eygló Bjarnadóttir, kt. 280178-4549, Mýrum,
Kleppjárnsreykjum sækir um leyfi til gæslu 4urra barna.
Samþykkt að veita bráðabirgðaleyfi til gæslu 4urra barna. Leyfið gildir til 6 mánaða meðan umsækjandi hefur ekki sótt dagmæðranámskeið.
 
Kl. 18 fór Guðbjörg Sigurðardóttir af fundinum.
 
10. Önnur mál.
 
a ) Rædd hugmynd um jafnréttisviðurkenningu.
 
Fundi slitið kl. 18.24