Fara í efni

Félagsmálanefnd

15. fundur 03. október 2007 kl. 18:46 - 18:46 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 15 Dags : 03.10.2007
15. fundur félagsmálanefndar Borgarbyggðar
haldinn miðvikudaginn 3. október, 2007, kl. 16:00, að Borgarbraut 14.
 
 
Mættir: Kristín Valgarðsdóttir, Jónína Heiðarsdóttir, Haukur Júlíusson, Ingibjörg Daníelsdóttir, Guðbjörg Sigurðardóttir.
 
Auk þess sat fundinn Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri.
 
 
1. Rekstur ferðaþjónustu fyrir fatlaða og aldraða. Farið yfir
drög að reglum.
Samþykkt framlögð drög að reglum um ferðaþjónustu með
áorðnum breytingum.
 
2. Umsókn um að greidd verði laun til grunnskólanema, sem eru í
vinnu í stað skóla að hluta.
Samþykkt. Nefndin felur félagsmálastjóra að ræða við fræðslustjóra
um hvar verkefnið eigi að liggja.
 
3. Umsókn um fjárhagsaðstoð.
Samþykkt. Sjá trúnaðarbók.
 
4. Umsókn um áframhaldandi undanþágu frá búsetuskilyrðum
vegna umsóknar um sérstakar húsaleigubætur.
Samþykkt sjá trúnaðarbók.
 
5. Lagður fram samningur dags. 25. september 2007, við
Skorradalshrepp um félagsþjónustu.
 
6. Önnur mál.
1.Fundartími nefndar.
Samþykkt að fundir nefndarinnar verði síðasta miðvikudag í
mánuði.
 
Fundi slitið kl. 18:19