Fara í efni

Félagsmálanefnd

17. fundur 28. nóvember 2007 kl. 18:39 - 18:39 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 17 Dags : 28.11.2007
Fundargerð
17. fundur félagsmálanefndar Borgarbyggðar haldinn miðvikudaginn 28. nóvember, 2007, kl. 16:00, að Borgarbraut 14.
Mættir: Kristín Valgarðsdóttir
Jónína Heiðarsdóttir
Ingibjörg Daníelsdóttir
Haukur Júlíusson
Guðbjörg Sigurðardóttir
 
Auk þess sat fundinn Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri sem ritaði fundargerð.
 
1. Reglur um fjárhagsaðstoð.
Nefndin ítrekar bókun frá síðasta fundi en þá var samþykkt að leggja til breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð þannig að viðurkennd fjárþörf hækki þannig að fjárþörf fyrir 2ja manna fjölskyldu sé grunnfjárhæð sinnum 1, 6 ístað 1,4, 3ja manna 1, 8 í stað 1,6 o.s.frv.
2. Reglur um afslátt á fasteignaskatti.
 
Nefndin leggur til eftirfarandi reglur um afslátt fasteignaskatts.
Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem eiga lögheimili í Borgarbyggð eiga rétt á afslætti af fasteignaskatti skv. reglum þessum og ákvörðun sveitarstjórnar hvert ár, sbr. heimild í 4. gr. laga 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
 
Afsláttur nær einungis til íbúðarhúsnæðis er viðkomandi býr sjálfur í.
 
Afsláttur ræðst af tekjum undanfarandi árs. Afslátturinn er reiknaður til bráðabirgða við álagningu út frá öllum skattskyldum tekjum einstaklings eða hjóna/sambúðarfólks, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjum samkvæmt síðasta skattframtali, en þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna síðasta árs er afsláttur endurskoðaður og leiðréttur.
 
Tekjumörk eru ákveðin af byggðaráði Borgarbyggðar í desember á hverju ári. Tekjumörk eru nú: ( desember 2007 )
 
Fyrir einstaklinga:
með tekjur allt að 1.900.000 100% afsláttur
með tekjur á bilinu 1.900.001 - 2.200.000 75% afsláttur
með tekjur á bilinu 2.200.001 - 2.500.000 50% afsláttur
Fyrir hjón:
með tekjur allt að 2.650.000 100%afsláttur
með tekjur á bilinu 2.650.001 - 2.950.000 75% afsláttur
með tekjur á bilinu 2.950.001- 3.500.000 50% afsláttur
 
 
3. Umsókn um fjárhagsaðstoð vegna tannréttinga.
Samþykkt. Sjá trúnaðarbók.
 
Haukur Júlíusson fór af fundinum.
 
4. Umsókn um fjárhagsaðstoð vegna tannréttinga og aðstoð
vegna náms.
Samþykkt. Sjá trúnaðarbók.
 
5. Umsókn um stuðningsfjölskyldu.
Samþykkt. Sjá trúnaðarbók.
6. Umsókn um aðstoð vegna sálfræðikostnaðar.
Samþykkt. Sjá trúnaðarbók.
 
7. Umsókn um aðstoð vegna sálfræðikostnaðar.
Samþykkt. Sjá trúnaðarbók.
 
8. Umsókn um áframhaldandi leyfi til dagvistunar í nýju
húsnæði.
Elísabet Hildur Haraldsdóttir, kt. 201180-2959, Sóltúni 25A, Hvanneyri sækir um áframhaldandi leyfi til dagvistunar eftir flutning með starfsemina inn á eigið heimili.
Samþykkt.
 
9. Lagt fram erindi með beiðni um greiðslu húsaleigubóta
aftur í tímann.
Húsaleigubætur eru afgreiddar skv. lögum 138/1997 um húsaleigubætur . Með vísan til 10. gr. laganna telur nefndin sig ekki hafa lagalega heimild til að verða við erindinu.
 
10. Lagðar fram afgreiðslur félagsmálastjóra frá síðasta
fundi.
 
 
Fundi slitið kl. 18:30