Fara í efni

Félagsmálanefnd

20. fundur 26. mars 2008 kl. 11:17 - 11:17 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 20 Dags : 26.03.2008
Fundargerð
20. fundur félagsmálanefndar Borgarbyggðar, haldinn miðvikudaginn
26. mars, 2008, kl. 16:00, að Borgarbraut 14.
 
Mættir: Kristín Valgarðsdótttir, Jónína Heiðarsdóttir, Guðbjörg S. Sigurðardóttir, Haukur Júlíusson, Ingibjörg Daníelsdóttir.
 
Auk þess sat fundinn Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri.
 
 
1. Umræður um jafnréttismál.
 
Lögð fram drög að jafnréttisgátlista. Samþykkt með
áorðnum breytingum.
Lögð fram drög að jafnréttisáætlun. Frestað til næsta fundar.
 
2. Samræming útreiknings húsaleigu í félagslegu leiguhúsnæði.
 
Félagsmálastjóra falið að gera tillögu að reiknireglu húsaleigu
í félagslegum leiguíbúðum í samræmi við ákvæði reglugerðar um
lánveitingar til félagslegra leiguíbúða. Félagsmálastjóra vegna þessa
falið að segja öllum leigjendum upp leigusamningi en gera jafnframt
grein fyrir að einungis er um að ræða breytingu á reiknireglu
húsaleigu.
 
3. Skýrsla um framtíðarsýn DAB sem lögð var fram á fundi byggðaráðs
27. feb. sl. Byggðaráð samþykkti að vísa erindinu til umsagnar
félagsmálanefndar.
 
Nefndin fagnar metnaðarfullri áætlun um uppbyggingu DAB.
Varðandi hugmynd um að DAB yfirtaki alla þjónustu við
aldraða vill nefndin taka fram eftirfarandi:
Heimaþjónusta og félagsstarf t.d. eru ekki aðeins rekin fyrir
aldraða heldur einnig öryrkja og nýtur sveitarfélagið
samlegðaráhrifa af samrekstri þjónustunnar fyrir báða hópana.
Nefndin vill benda á að mikilvægir þjónustuþættir, s.s. félagsleg
ráðgjöf, heimsending matar og akstur eru hvergi nefndir á nafn í
skýrslunni.
Nefndin telur að starfsemi af þessu tagi eigi að vera í
höndum sveitarfélagsins en leggur áherslu á mikilvægi áframhaldi
góðrar samvinnu við DAB.
 
4. Umsókn um fjárhagsaðstoð vegna sálfræðikostnaðar.
Samþykkt sjá trúnaðarbók.
 
5. Umsókn um fjárhagsaðstoð vegna sálfræðikostnaðar.
Synjað. Sjá trúnaðarbók.
 
6. Umsókn um fjárhagsaðstoð vegna sálfræðikostnaðar.
Synjað. Sjá trúnaðarbók.
 
7. Umsókn um áframhaldandi leyfi til dagvistunar. Margrét
Helga Guðmundsdóttir, kt. 251173-3709, Hesti.
Samþykkt áframhaldandi leyfi til fjögurra ára.
Leyfið gildir fyrir 5 börn.
8. Umsókn um áframhaldandi leyfi til dagvistunar. Elísabet Hildur
Haraldsdóttir, kt. 201180-2959.
Samþykkt áframhaldandi leyfi til fjögurra ára.
Leyfið gildir fyrir 5 börn.
 
9. Lagðar fram afgreiðslur félagsmálastjóra frá síðasta fundi.
 
 
Fundi slitið kl. 19:30