Fara í efni

Félagsmálanefnd

103. fundur 03. júlí 2001 kl. 09:00 - 09:00 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 103 Dags : 03.07.2001
Fundur var haldinn í félagsmálanefnd Borgarbyggðar þriðjudaginn 3. júlí 2001 að Borgarbraut 11 og hófst kl. 9.°°
Mætt voru:
aðalfulltrúar: Sigrún Símonardóttir
Eygló Egilsdóttir
Birgir Hauksson
Ingveldur H. Ingibergsdóttir
Kristín M.Valgarðsdóttir
félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
Dagskrá:
1. Tvær umsóknir um viðbótarlán.
1. Samþykkt að veita viðkomandi aðila viðbótarlán að hámarki 1.416.000. Samþykktin gildir í 4 mánuði.
2. Samþykkt að veita viðkomandi aðila viðbótarlán að hámarki 3.238.000. Samþykktin gildir í 4 mánuði.
2. Umsókn um liðveislu.
Fært í trúnaðarmálabók. Umsókn um liðveislu er samþykkt. Einnig er framlengdur samningur um akstur fatlaðra.
3. Jafnréttismál.
1. Hjördís lagði fram bréf frá ráðherraskipaðri nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum þar sem hvatt er til þess að sett verði fram markmið með hvaða hætti ætlunin er að auka hlut kvenna á framboðslistum sveitarstjórnarkosninganna 2002. Félagsmálanefnd vísar í nýsamþykkta jafnréttisáætlun Borgarbyggðar varðandi þetta mál.
2. Lagt fram bréf frá Jafnréttisstofu varðandi fjögurra málþinga röð sem kallast "Það læra börn.... málþing um jafnrétti í samstarfi foreldra við fæðingu barns". Stefnt er að því að halda málþing 17. september þar sem fyrirhugað er að beina sjónum að stöðu foreldra í sjávarbyggðum.
4. Lögð fram samantekt um afgreiðslu félagsmálastjóra.
Hjördís lagði fram afgreiðslur félagsmálastjóra frá 24. apríl 2001.
Fundi slitið kl. 10.30.
Kristín M. Valgarðsdóttir,
fundarritari.