Fara í efni

Félagsmálanefnd

104. fundur 07. ágúst 2001 kl. 09:00 - 09:00 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 104 Dags : 07.08.2001
Fundur var haldinn í félagsmálanefnd Borgarbyggðar þriðjudaginn 7. ágúst 2001 að Borgarbraut 11 og hófst kl. 9.°°
Mætt voru:
aðalfulltrúar: Sigrún Símonardóttir
Birgir Hauksson
Ingveldur H. Ingibergsdóttir
Kristín M.Valgarðsdóttir
varafulltrúi: Sveinbjörg Stefánsdóttir
félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
Dagskrá:
1. Tvær umsóknir um viðbótarlán.
1. Samþykkt að veita viðkomandi aðila viðbótarlán að hámarki 3.500 þús.kr. Samþykktin gildir í 4 mánuði.
2. Viðkomandi aðilar eru yfir tekjumörkum en vegna sérstakra aðstæðna þeirra er samþykkt viðbótarlán að hámarki 2.500 þús. kr. Samþykktin gildir í 4 mánuði.
2. Umsókn um leyfi til daggæslu í heimahúsi.
Hrafnhildur Sigurðardóttir kt. 260256-4679 sækir um endurnýjun á leyfi til dagvistunar barna í heimahúsi til þriggja ára. Félagsmálanefnd samþykkir umbeðið leyfi.
3. Lögð fram útskrift úr bókhaldi fyrir tímabilið 1.1. - 31.5., vegna endurskoðunar á fjárhagsáætlun.
Hjördís lagði fram útskrift úr bókhaldi félagsþjónustunnar fyrir tímabilið 1.1. - 31.5.
4. Lögð fram samantekt um afgreiðslu félagsmálastjóra.
Hjördís lagði fram samantekt um afgreiðslu félagsmálastjóra frá 3. júlí 2001.
5. Önnur mál.
1. Lagt fram bréf frá bæjarráði þar sem farið er fram á umsögn félagsmálanefndar um drög að reglugerð um lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög. Félagsmálanefnd mun fara yfir drögin og gefa umsögn sína á næsta fundi.
2. Lögð fram kynning um ráðstefnu á Húsavík, þann 4. og 5. okt. um sameinaða félags- og skólaþjónustu, kosti hennar og galla.

Fundi slitið kl. 10.40.
Kristín M. Valgarðsdóttir,
fundarritari.