Fara í efni

Félagsmálanefnd

37. fundur 25. nóvember 2009 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 37 Dags : 25.11.2009
Fundargerð
 
 
 
37. fundur félagsmálanefndar Borgarbyggðar haldinn miðvikudaginn 25. nóvember, 2009, kl. 16:00, að Borgarbraut 14.
 
 
Mættir: Kristín Valgarðsdóttir, Jónína Heiðarsdóttir, Haukur Júlíusson, Guðbjörg Sólveig Sigurðardóttir, Þóra Árnadóttir ( varamaður ).
 
 
Auk þess sat fundinn Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri sem ritaði fundargerð.
 
 
1. Jafnréttissjónarmið á tímum niðurskurðar.
Félagsmálanefnd beinir því til sveitarstjórnar að gæta þess að sparnaðaraðgerðir verði ekki til þess að auka mismunun kynjanna enn frekar. M.a. leggur nefndin áherslu á örugga gæslu fyrir börn þannig að báðum foreldrum sé tryggður möguleiki á að stunda fulla vinnu.
 
2. Umsókn um fjárhagsaðstoð v. sálfr.aðstoðar.
Samþykkt sjá trúnaðarbók.
3Umsókn um fjárhagsaðstoð til að greiða hjónaráðgjöf.
Samþykkt sjá trúnaðarbók.
 
4. Lagðar fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi
 
 
 
 
Fundi slitið kl. 17:21