Fara í efni

Félagsmálanefnd

108. fundur 13. nóvember 2001 kl. 09:00 - 09:00 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 108 Dags : 13.11.2001
Fundur var haldinn í félagsmálanefnd Borgarbyggðar þriðjudaginn 13. nóvember 2001 að Borgarbraut 11 og hófst kl. 9.°°
Mætt voru:
aðalfulltrúar: Sigrún Símonardóttir
Ingveldur H. Ingibergsdóttir
Kristín M.Valgarðsdóttir
Birgir Hauksson
Eygló Egilsdóttir
félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
Dagskrá:
1. Kynning á Menntasmiðju kvenna á Akranesi og boð um þátttöku
Félagsmálanefnd leggur til að nefndin fyrir hönd Borgarbyggðar styrki 2 konur til þátttöku í Menntasmiðju kenna á vorönn 2002. Auglýst verði eftir þátttakendum. Kostnaður færist af liðnum fjárhagsaðstoð 2002.
2. Farið yfir fjárhagsáætlun
Hjördís lagði fram drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2002.
3. Jafnréttisáætlun - kynning hennar
Fyrirhuguð er kynning jafnréttisáætlunar innan sveitarfélagsins. Stefnt er að dreifingu hennar fyrir lok árs.
4. Umsókn um fjárhagsaðstoð
Fært í trúnaðarmálabók. Samþykkt.
5. Önnur mál
· Fjölskyldustefna sveitarfélaga. Lagt fram bréf frá fjölskylduráði varðandi fjölskyldustefnu sveitarfélaga ásamt upplýsingum frá Félagsráðuneytinu og ASÍ.
· Félagsmálastjóri sótti landsfund jafnréttisnefnda á Hvolsfelli 19. - 20. október og lagði fram ályktun fundarins.
· Lögð fram fundargerð forvarnar og stýrishóps um vímuvarnir í Borgarbyggð. Nefndin leggur til að starfi þessa hóps verði haldið áfram.

Fundi slitið kl. 10.30.
Kristín M. Valgarðsdóttir,
fundarritari.