Fara í efni

Félagsmálanefnd

112. fundur 12. febrúar 2002 kl. 09:00 - 09:00 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 112 Dags : 12.02.2002
Fundur var haldinn í félagsmálanefnd Borgarbyggðar þriðjudaginn 12. febrúar 2002 að Borgarbraut 11 og hófst kl. 9.°°
Mætt voru:
aðalfulltrúar: Sigrún Símonardóttir
Ingveldur H. Ingibergsdóttir
Kristín M.Valgarðsdóttir
Birgir Hauksson
Eygló Egilsdóttir
félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
Dagskrá:
1. Umsókn um fjárhagsaðstoð
Fært í trúnaðarmálabók. Samþykkt.
2. Umsókn um fjárhagsaðstoð
Fært í trúnaðarmálabók. Samþykkt.
3. Lögð fram jafnréttisáætlun. Umræður um kynningu hennar og eflingu jafnréttisumræðu í Borgarbyggð
Hjördís lagði fram jafnréttisáætlun Borgarbyggðar sem dreift verður á öll heimili í sveitarfélaginu á næstu dögum.
Ákveðið var að senda jafnréttisáætlun til forystumanna stjórnmálaflokkanna og þeirra sem hafa tilkynnt framboð.
4. Umræður um fjárhagsaðstoð
Umræður fóru fram um reglur til fjárhagsaðstoðar hjá Borgarbyggð. Ekki er annað hægt að sjá en að þær séu mjög sambærilegar og reglur hjá öðrum sveitarfélögum sem sett hafa hjá sér slíkar reglur.
5. Önnur mál
Hjördís lagði fram samantekt um afgreiðslur félagsmálastjóra frá 29. janúar 2002.
Fundi slitið kl. 10.30.
Kristín M. Valgarðsdóttir,
fundarritari.