Fara í efni

Félagsmálanefnd

114. fundur 23. apríl 2002 kl. 09:00 - 09:00 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 114 Dags : 23.04.2002
Fundur var haldinn í félagsmálanefnd Borgarbyggðar þriðjudaginn 23. apríl 2002 að Borgarbraut 11 og hófst kl. 9.°°
Mætt voru:
aðalfulltrúar: Sigrún Símonardóttir
Ingveldur H. Ingibergsdóttir
Kristín M.Valgarðsdóttir
Birgir Hauksson
Eygló Egilsdóttir
félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
1. Umsókn um viðbótarlán
Samþykkt að veita viðkomandi aðilum viðbótarlán að hámarki 2.425 þús. Samþykktin gildir í 4 mánuði.
2. Umsókn um stuðningsaðila/liðveislu
Fært í trúnaðarmálabók. Samþykkt.
3. Umsókn um liðveislu
Fært í trúnaðarmálabók. Samþykkt.
4. Umsókn um fjárhagsaðstoð
Fært í trúnaðarmálabók. Synjar þar sem erindið er utan heimildar.
5. Erindi frá Úrskurðarnefnd um félagsþjónustu vegna áfrýjunar
Hjördís lagði fram erindi frá Úrskurðarnefnd félagsþjónustu þar sem óskað er eftir rökstuðningi fyrir synjun á fjárhagsaðstoð. Hjördísi er falið að svara bréfinu.
6. Erindi frá leikskólanum Klettaborg varðandi endurskoðun á ákvörðun um sumarlokun, þ.e. beðið er um að lokað verði í 2 vikur.
Lagt fram bréf frá leikskólastjóra Klettaborgar þar sem óskað er eftir að endurskoðuð verði ákvörðun um sumarlokun og að lokað verði í 2 vikur á leikskólanum Mávakletti.
Félagsmálastjóra er falið að leita umsagnar foreldrafélags leikskólans. Málið verður rætt frekar á næsta fundi.
7. Könnun á viðhorfi foreldra til ýmissa þátta í starfsemi leikskólans Klettaborgar
Lögð var fram könnun sem gerð var í leikskólanum Klettaborg þar sem kannað var viðhorf foreldra til ýmissa þátta í starfsemi leikskólans. Nefndin þakkar fyrir fróðlega skýrslu.
8. Kynnt erindi félagsmálastjóra o.fl. vegna umsóknar um aukafjárveitingu til að vinna með strákahóp
Félagsmálastjóri kynnti vinnu sem fyrirhuguð er með strákahóp - tilraunaverkefni til 3 mánaða.
9. Kynning á námskeiði: "Öflugar konur í sveitarstjórn"
Lögð fram fréttatilkynning frá ráðherraskipaðri nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum varðandi námskeið þann 19., 29., og 30. apríl: Öflugar konur í sveitarstjórnum.

10. Kynnt málþingið "Stöndum vörð um æskuna"
Kynnt málþing á vegum félagsmálaráðuneytis og Barnaheilla haldið að Grand Hótel 30. apríl 2002. "Stöndum saman um æskuna".

11. Lögð fram samantekt um afgreiðslur félagsmálastjóra frá síðasta fundi
Félagsmálastjóri lagði fram samantekt um afgreiðslur frá 12. mars 2002.

Fundi slitið kl. 10.35.
Kristín M. Valgarðsdóttir,
fundarritari.