Fara í efni

Félagsmálanefnd

115. fundur 07. maí 2002 kl. 09:00 - 09:00 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 115 Dags : 07.05.2002
Fundur var haldinn í félagsmálanefnd Borgarbyggðar þriðjudaginn 7. maí 2002 að Borgarbraut 11 og hófst kl. 9.°°
Mætt voru:
aðalfulltrúar: Sigrún Símonardóttir
Ingveldur H. Ingibergsdóttir
Kristín M.Valgarðsdóttir
Birgir Hauksson
Eygló Egilsdóttir
félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
 
1. Umsókn um fjárhagsaðstoð.
Fært í trúnaðarmálabók. Samþykkt.
 
2. Umsókn um fjárhagsaðstoð.
Fært í trúnaðarmálabók. Samþykkt.
 
3. Umsókn um liðveislu.
Fært í trúnaðarmálabók. Samþykkt.
 
4. Sumarlokun í Klettaborg.
Þar sem stjórn Foreldrafélags Klettaborgar mælir með lokun leikskólans frá 22. júlí til 2. ágúst, þá samþykkir félagsmálanefnd beiðni leikskólastjóra um sumarlokun.
 
5. Samantekt um afgreiðslur félagsmálastjóra.
Hjördís lagði fram samantekt um afgreiðslur félagsmálastjóra frá 23. apríl 2002.
 
6. Önnur mál.
Lagt fram bréf frá stjórn Foreldrafélags Klettaborgar þar sem mótmælt er gjaldskrárhækkun um áramót. Þar sem félagsmálanefnd hefur ekkert með gjaldskrármál að gera, vísum við þessu bréfi til bæjarráðs. Með bréfinu fylgja undirskriftarlistar foreldra.

Fundi slitið kl. 10.15.
Kristín M. Valgarðsdóttir,
fundarritari.