Fara í efni

Félagsmálanefnd

120. fundur 17. september 2002 kl. 09:30 - 09:30 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 120 Dags : 17.09.2002
Fundur var haldinn í félagsmálanefnd Borgarbyggðar þriðjudaginn 17. september 2002 að Borgarbraut 11 og hófst kl. 9.3o.
 
Mætt voru:
aðalfulltrúar: Sigrún Símonardóttir
Steinunn Baldursdóttir
Ingveldur Ingibergsdóttir
Eygló Lind Egilsdóttir
Guðrún Vala Elísdóttir
félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
 
1. Fundur settur.
Fundarkonur boðnar velkomnar.
 
2. Umsókn um ferðaþjónustu.
Samþykkt (sjá trúnaðarmálabók).
 
3. Umsókn um liðveislu.
Samþykkt ( sjá trúnaðarmálabók).
 
4. Umsókn um fjárhagsaðstoð.
Samþykkt (sjá trúnaðarmálabók).
 
5. Umsókn um fjárhagsaðstoð.
Samþykkt (sjá trúnaðarmálabók).
 
6. Umsókn um fjárhagsaðstoð.
Hafnað (sjá trúnaðarmálabók).
 
7. Umsókn um viðbótarlán.
Samþykkt, gildir í fjóra mánuði.
Skráð í trúnaðarmálabók.
 
8. Umsókn um viðbótarlán.
Samþykkt, fært í trúnaðarmálabók.
 
9. Erindi frá bæjarráði.
Þörf á félagslegu húsnæði metin.
Félagsmálanefnd telur að ekki sé mikið svigrúm til sölu á íbúðum í eigu Borgarbyggðar. Miðað við núverandi atvinnuástand og ástand leigumarkaðar í Borgarbyggð telur nefndin að sveitarfélagið þurfi að eiga allt að 20 almennar leiguíbúðir og að auki að lágmarki 5 íbúðir fyrir eldri borgara.
Þó að mikil hreyfing sé á leiguhúsnæði sveitarfélagsins, telur nefndin að e.t.v. sé ástæða til að gerðir séu tímabundnir leigusamningar.
 
10. Önnur mál.
1. Erindi frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir samstarfi vegna verkefnis sem ætlað er konum sem vilja kynnast starfi stjórnmálakvenna.
2. Umræður um Félagsmiðstöðina Óðal, útivistarreglur og drykkju barna síðastliðna helgi.
 
Fundi slitið kl. 12.10
 
Guðrún Vala Elísdóttir
fundarritari.