Fara í efni

Félagsmálanefnd

123. fundur 12. nóvember 2002 kl. 09:30 - 09:30 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 123 Dags : 12.11.2002
Fundur var haldinn í félagsmálanefnd Borgarbyggðar þriðjudaginn 12. nóvember 2002 að Borgarbraut 11 og hófst kl. 9.3o.
 
Mætt voru:
aðalfulltrúar: Sigrún Símonardóttir
Steinunn Baldursdóttir
Eygló Lind Egilsdóttir
Ingveldur Ingibergsdóttir
Guðrún Vala Elísdóttir
félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
 
1. Fjárhagsáætlun 2003.
Félagsmálanefnd fór yfir drög að fjárhagsáætlun 2003 og nefndin getur ekki séð að hægt sé að ganga lengra í hagræðingu. Aðeins stendur eftir í áætluninni lögbundin þjónusta fyrir utan niðurgreiðslu á sundi aldraðra og fatlaðra í sveitarfélaginu.
Fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar er í það föstum skorðum að ekki eru möguleikar á sparnaði á móti reiknaðri húsaleigu að upphæð kr. 5,4 milljónir. Undanfarin ár hefur verið gætt ýtrasta sparnaðar í þessum málaflokki.
 
2. Lögð fram starfsáætlun Borgarbyggðar 2003 (drög 12. nóv.) af félagsmálastjóra.
 
3. Lögð fram samantekt um afgreiðslur félagsmálastjóra.
 
4. Önnur mál.
Guðrún Vala sagði frá Landsfundi jafnréttisnefnda, sem hún sótti 8. og 9. nóv. s.l. í Hafnarfirði.
Var fundurinn bæði fróðlegur og gagnlegur.

Fundi slitið kl. 11.3o
 
Guðrún Vala Elísdóttir
fundarritari.