Fara í efni

Félagsmálanefnd

94. fundur 16. janúar 2001 kl. 09:00 - 09:00 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 94 Dags : 16.01.2001
Fundur var haldinn í félagsmálanefnd Borgarbyggðar þriðjudaginn 16. janúar 2001 að Borgarbraut 11 og hófst kl. 9.°°
Mætt voru:
aðalfulltrúar:Sigrún Símonardóttir
Birgir Hauksson
Eygló Egilsdóttir
Kristín M.Valgarðsdóttir
Ingveldur Ingibergsdóttir
félagsmálastjóri: Brit Bieltvedt
félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
1. Hjördís H. Hjartardóttir kynnt.
Sigrún bauð Hjördísi velkomna til starfa sem nýr félagsmálastjóri í Borgarbyggð.
2. Umsókn um viðbótarlán.
Afgreiðslu umsóknar frestað og Hjördísi falið að afla frekari upplýsinga frá viðkomandi aðilum.
3. Fjárhagsaðstoð - breyting.
Fjárhagsaðstoð samþykkt. Fært í trúnaðarmálabók.
4. Önnur mál.
a. Barnaverndarmál - Fært í trúnaðarmálabók.
b. Umsókn um liðveislu - Fært í trúnaðarmálabók- samþykkt.
c. Brit lagði fram afrit af bréfi frá Magnúsi M. Norðdahl hrl. til Verkalýðsfélags Borgarness varðandi bifreiðakostnað starfsfólks í heimaþjónustu, þar sem fram kemur að hann telji óheimilt að skerða greiðslur til starfsmanna í heimaþjónustu, fyrir notkun bifreiða í þágu vinnuveitanda. Félagsmálastjóri mun senda bréf til viðkomandi starfsfólks og kynna málið.
d. Brit lagði fram bréf frá Íbúðalánasjóði þar sem tilkynnt er hækkun vaxta á útlánum sjóðsins. Vextir á viðbótarlán hækka úr 4,54% í 5,7% og á lánum til leiguíbúða úr 1% í 4,9%.
e. Brit lagði fram bréf frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem kynnt var skipun starfshóps til að semja nýja reglugerð við VIII. kafla laga nr. 44/1998 um húsnæðismál.

Fundi slitið kl. 10.25.
Kristín M. Valgarðsdóttir, fundarritari.