Fara í efni

Félagsmálanefnd

155. fundur 27. september 2004 kl. 09:30 - 09:30 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 155 Dags : 27.09.2004
Fundur var haldinn í félagsmálanefnd Borgarbyggðar mánudaginn 27. september 2004 kl. 9:30 að Borgarbraut 11.
Mætt voru:
aðalfulltrúar:
Kristín Valgarðsdóttir
Eygló Lind Egilsdóttir
Sigrún Símonardóttir
Ingveldur Ingibergsdóttir
varamaður: Ása Björk Stefánsdóttir
félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
1. Umsókn um ferðaþjónustu fatlaðra.
Samþykkt, sjá trúnaðarbók.
2. Rætt um sérstakar húsaleigubætur.
Félagsmálastjóra falið að gera áætlun um fjölda og kostnað út frá mismunandi forsendum.
3. Viðbótarlán.
Þegar hefur verið fullnýtt ráðstöfunarheimild vegna viðbótarlána. Frestað til næsta fundar.
4. Rædd daggæsla í heimahúsum án leyfis.
Félagsmálastjóra falið að fylgja eftir að þeir sem stunda daggæslu sæki um leyfi.
 
5. Jafnréttismál.
Lögð fram samantekt um stöðu kynjanna í nefndum og ráðum hjá Borgarbyggð eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Nefndin vekur athygli á ójafnri stöðu kynjanna í nefndum og ráðum á vegum Borgarbyggðar með vísan til jafnréttisáætlunar
 
6. Fjárhagsáætlun.
 
Ath: a) sérfræðiþjónustu við skóla, b) verkstjóra í heimaþjónustu,
c) sérstakar húsaleigubætur.
7. Samantekt félagsmálastjóra.
Lögð fram samantekt um afgreiðslur félagsmálastjóra frá síðasta fundi.
 
Fundi slitið kl. 11