Fara í efni

Félagsmálanefnd

158. fundur 29. nóvember 2004 kl. 09:30 - 09:30 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 158 Dags : 29.11.2004
Fundur var haldinn í félagsmálanefnd Borgarbyggðar mánudaginn 29. nóvember 2004 kl. 9:30 að Borgarbraut 11.
Mætt voru:
aðalfulltrúar:
Kristín Valgarðsdóttir
Eygló Lind Egilsdóttir
Sigrún Símonardóttir
Ingveldur Ingibergsdóttir
Guðrún Vala Elísdóttir
félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
1. Umsókn um persónulegan ráðgjafa.
Samþykkt.
2. Umsókn um viðbótarlán.
Samþykkt, gildir í 4 mánuði.
3. Starfsáætlun fjölskyldusviðs.
Félagsmálastjóri lagði fram drög að starfsáætlun.
4. Jafnréttismál.
Send hafa verið bréf í allar stofnanir Borgarbyggðar með ósk um að félagsmálastjóri og jafnréttisfulltrúi haldi fræðslufundi um jafnréttismál. Aðeins ein stofnun svaraði erindinu, en hafði ekki tíma strax. Ákveðið að ítreka erindið.
 
5. Fjárhagsáætlun.
Félagsmálastjóri gerði grein fyrir stöðu við gerð fjárhagsáætlunar.
6. Önnur mál.
Félagsmálastjóri sagði frá ráðstefnu um meðferð trúnaðargagna n.k. fimmtudag.
 
7. Lögð fram samantekt um afgreiðslur félagsmálastjóra frá síðasta fundi.
 
Fundi slitið kl. 11