Fara í efni

Félagsmálanefnd

159. fundur 10. janúar 2005 kl. 09:30 - 09:30 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 159 Dags : 10.01.2005
Fundur var haldinn í félagsmálanefnd Borgarbyggðar mánudaginn 10. janúar 2004 kl. 9:30 að Borgarbraut 11.
Mætt voru:
aðalfulltrúar:
Kristín Valgarðsdóttir
Eygló Lind Egilsdóttir
Sigrún Símonardóttir
Ingveldur Ingibergsdóttir
Guðrún Vala Elísdóttir
félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
1. Beiðni um umsögn vegna draga að reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum.
Nefndin gerir ekki athugasemd við drögin.
 
2. Umsókn um leyfi til dagvistunar í heimahúsi.
Oddný Eva Böðvarsdóttir kt. 240478-4479 Kveldúlfsgötu 6, Borgarnesi.
Samþykkt leyfi fyrir gæslu á 4 börnum. Leyfið gildir í 1 ár.
3. Umsókn um undanþágu vegna búsetuskilyrða.
Vegna umsóknar um sérstakar húsaleigubætur. Synjað, skráð í trúnaðarmálabók.
4. Jafnréttismál.
Nefndin ræddi framboð og þátttöku í íþrótta og tómstundastarfi beggja kynja og beinir því til bæjarráðs að láta kanna ástandið og gera viðeigandi úrbætur ef með þarf.
 
5. Afgreiðslur félagsmálastjóra.
Lagðar fram afgreiðslur félagsmálastjóra frá síðasta fundi.
6. Önnur mál.
Ákveðið að halda nefndarfundi fyrsta mánudag í hverjum mánuði, en boða sérstaklega til funda aukalega ef með þarf.
 
 
Fundi slitið kl. 10.40