Fara í efni

Félagsmálanefnd

164. fundur 11. ágúst 2005 kl. 15:00 - 15:00 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 164 Dags : 11.08.2005
164. fundur félagsmálanefndar Borgarbyggðar haldinn fimmtudaginn 11.ágúst 2005, kl. 15.00 að Borgarbraut 11. Mætt: Kristín Valgarðsdóttir, Ingveldur Ingibergsdóttir, Eygló Egilsdóttir, Hjörtur Árnason og Guðrún Vala Elísdóttir, auk þess sat fundinn Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri.
  1. Kosning formanns nefndar. Krístín Valgarðsdóttir kosin nýr formaður með öllum greiddum atkvæðum.
  1. Tilnefning fulltrúa í Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala. Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar var ákveðið að tilnefna karlmann í nefndina og var Hjörtur Árnasonkosinn nýr fulltrúi í Barnaverndarnefnd með öllum greiddum atkvæðum.
  1. Þjár umsóknir um leyfi til dagvistunar í heimahúsi á Bifröst. Anna Ólöf Kristjánsdóttir kt. 160183-4709, Drífa Þorkelsdóttir kt. 260183-3979, Steinunn Steinarsdóttir kt. 150677-4329, samþykkt að veita þeim bráðabirgðaleyfi til 1. apríl og skilyrði fyrir áframhaldandi leyfi er að þær ljúki námskeiði fyrir dagmæður.
  1. Umsókn um ferðaþjónustu fatlaðra og liðveislu. Samþykkt, skráð í trúnaðarmálabók.
  1. Umsókn um fjárhagsaðstoð. Samþykkt að hluta, skráð í trúnaðarmálabók.
  1. Lögð fram samantekt um afgreiðslur félagsmálastjóra frá síðasta fundi.
  1. Önnur mál. Fundartími ákveðinn áfram fyrsti mánudagur í mánuði kl. 9:30
  1. Jafnréttismál, félagsmálastjóra falið að ítreka við launafulltrúa Borgarbyggðar hvort nýlegt starfsmat hafi haft í för með sér leiðréttingar á kjörum starfsfólks, sérstaklega kvenna.
Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 16:15
Guðrún Vala Elísdóttir ritaði fundargerð