Fara í efni

Félagsmálanefnd

165. fundur 05. september 2005 kl. 09:30 - 09:30 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 165 Dags : 05.09.2005
165. fundur félagsmálanefndar Borgarbyggðar haldinn mánudaginn 5. september 2005, kl. 09.30 að Borgarbraut 11.
Mætt: Kristín Valgarðsdóttir, Ingveldur Ingibergsdóttir, Eygló Egilsdóttir, Hjörtur Árnason og Guðrún Vala Elísdóttir, auk þess sat fundinn Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri.
  1. Umsókn um ferðaþjónustu og liðveislu. Samþykkt, skráð í trúnaðarmálabók
  1. Umsókn um fjárhagsaðstoð. Hafnað, skráð í trúnaðarmálabók
  1. Umsókn um stuðning vegna náms, ferðakostnað/liðveislu. Málinu frestað.
  1. Lögð fram samantekt um áhrif starfsmats. Niðurstaðan leiddi í ljós verulega hækkun á launum í sumum hefðbundnum kvennastörfum og fagnar nefndin því. Hins vegar er ekki mögulegt að meta hvort laun kvenna hafi hækkað í samanburði við laun karla því enginn hefðbundinn karlavinnustaður er hjá Borgarbyggð.
  1. Önnur mál.
  • Félagsmálastjóri kynnti málþing sveitarfélaga um velferðarmál þann 29. september n.k.
  • Umræður um að unglingar undir 18 ára aldri selji tóbak í sjoppum og verslunum. Nefndin lýsir yfir áhyggjum vegna þessa og leggur til að forvarnir í sveitarfélaginu verði auknar.
Fundi slitið kl. 11:15
Guðrún Vala Elísdóttirritaði fundargerð