Fara í efni

Félagsmálanefnd

166. fundur 03. október 2005 kl. 09:30 - 09:30 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 166 Dags : 03.10.2005
166. fundur félagsmálanefndar Borgarbyggðar haldinn mánudaginn 3.október 2005, kl. 09.30 að Borgarbraut 11.
Mætt: Kristín Valgarðsdóttir, Ingveldur Ingibergsdóttir, Eygló Egilsdóttir, Hjörtur Árnason og Guðrún Vala Elísdóttir, auk þess sat fundinn Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri.
  1. Umsókn um leyfi til daggæslu í heimahúsi. Björg Eiríksdóttir, kt. 021247-3329. Samþykkt, leyfi veitt frá 1. september.
  1. Umsókn um stuðning/liðveislu inn á heimili fatlaðs barns. Samþykkt.
  1. Umsókn um liðveislu. Samþykkt.
  1. Umsókn um fjárhagsaðstoð. Samþykkt í þrjá mánuði.
  1. Umsókn um fjárhagsaðstoð. Hafnað, skráð í trúnaðarmálabók.
  1. Umsókn um fjárhagslegan styrk. Samþykkt. (Hjörtur Árnason vék af fundi)
  1. Umræður um málefni aldraða. Rætt um möguleika fólks til að búa sem lengst heima á efri árum. Því miður virðist kvöld/og helgarþjónustu auk dagvistunar vera ábótavant. Nefndin lýsir yfir áhyggjum vegna ástandsins og telur brýnt að Sveitarfélagið móti stefnu í málefnum aldraða og framkvæmdaáætlun. Nefndin lýsir sig reiðubúna til að taka þátt í þeirri vinnu.
  1. Lögð fram samantekt um afgreiðslur félagsmálastjóra.
  1. Jafnréttismál. Félagsmálastjóri hefur í þriðja sinn sent bréf til stofnana sveitarfélagsins með boði um að fá að koma á fund og ræða jafnréttismál. Einungis hefur ein stofnun svarað, en er ekki ákveðið nánar með fund.
  1. Önnur mál. Félagsmálastjóri sagði frá málþingi um velferðarmál sem hann sótti í lok september sl.
Fundi slitið kl. 11:45