Fara í efni

Félagsmálanefnd

169. fundur 06. febrúar 2006 kl. 09:30 - 09:30 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 169 Dags : 06.02.2006
169. fundur félagsmálanefndar Borgarbyggðar haldinn mánudaginn 6. febrúar 2006, kl. 09.30 að Borgarbraut 11. Mætt: Kristín Valgarðsdóttir, Ingveldur Ingibergsdóttir, Eygló Egilsdóttir og Guðrún Vala Elísdóttir, auk þess sat fundinn Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri.
  1. Átta umsóknir um leiðveislu. Samþykkt.
  1. Umsókn um fjárhagsaðstoð. Samþykkt.
  1. Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingar á almennum hegningarlögum, nr. 19 fr´12. febrúar 1940 (heimilisofbeldi). Nefndin styður breytingar á lögunum.
  1. Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna. Nefndin styður frumvarpið.
  1. Jafnréttismál. Félagsmálastjóra falið að endurtaka launakönnun til samanburðar á launum kynjanna. Félagsmálastjóri sagði frá landsfundi jafnréttisnefnda sem haldinn verður í Reykjavík þ. 17-18. febrúar n.k. Stefnt að því að tveir fulltrúar fari héðan. Félagsmálastjóri sagði frá fundi um jafnréttismál sem haldinn var i janúar á leikskólanum Hraunborg á Bifröst.
  1. Lögð fram samantekt um afgreiðslur félagsmálstjóra.
  1. Önnur mál. Rætt um fundartíma og ákveðið að hafa hann óbreyttan.
Fundi slitið kl. 11:05
GuðrúnVala Elísdóttir ritaði fundargerð