Fara í efni

Félagsmálanefnd

99. fundur 24. apríl 2001 kl. 09:00 - 09:00 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 99 Dags : 24.04.2001
Fundur var haldinn í félagsmálanefnd Borgarbyggðar þriðjudaginn 24. apríl 2001 að Borgarbraut 11 og hófst kl. 9.°°
Mætt voru:
aðalfulltrúar:Sigrún Símonardóttir
Eygló Egilsdóttir
Kristín M.Valgarðsdóttir
Ingveldur H. Ingibergsdóttir
varafulltrúi:Hálfdán Helgason
félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
Dagskrá:
1. Umsókn um liðveislu.
Fært í trúnaðarmálabók.
2. Umsókn um persónulegan ráðgjafa.
Fært í trúnaðarmálabók.
3. Lögð fram samantekt um afgreiðslu félagsmálastjóra.
Hjördís lagði fram samantekt um afgreiðslu félagsmálastjóra, skv. reglum um fjárhagsaðstoð.
4. Önnur mál.
1. Hjördís lagði fram bréf frá Stefáni Kalmanssyni bæjarstjóra varðandi jafnréttisáætlun. Meðfylgjandi var tillaga félagsmálanefndar að jafnréttisáætlun Borgarbyggðar eins og hún var lögð fyrir bæjarstjórn fyrir ári síðan, ásamt tillögum að breytingum á áætluninni. Hjördísi var falið að yfirfara áætlunina með hugsanlegar breytingar í huga og leggja fyrir næsta fund.
2. Lagt fram bréf frá félagsmálanefnd Alþingis þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til barnaverndarlaga.

Fundi slitið kl. 10.45.
Kristín M. Valgarðsdóttir,
fundarritari.