Fara í efni

Félagsmálanefnd

98. fundur 27. mars 2001 kl. 09:00 - 09:00 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 98 Dags : 27.03.2001
Fundur var haldinn í félagsmálanefnd Borgarbyggðar þriðjudaginn 27. mars 2001 að Borgarbraut 11 og hófst kl. 9.°°
Mætt voru:
aðalfulltrúar:Sigrún Símonardóttir
Birgir Hauksson
Eygló Egilsdóttir
Kristín M.Valgarðsdóttir
Ingveldur Ingibergsdóttir
félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
Dagskrá:
1. Ferðaþjónusta fatlaðra/umsókn.
Fært í trúnaðarmálabók.
2. Umsókn um persónulegan ráðgjafa.
Fært í trúnaðarmálabók.
3. Jafnréttismál.
Félagsmálanefnd ræddi um jafnréttismál og gerð jafnréttisáætlunarinnar. Þar sem tillaga félagsmálanefndar um jafnréttisáætlun frá síðustu öld hefur enn ekki verið afgreidd frá bæjarstjórn óskar félagsmálanefnd að fá tillöguna til yfirlestar og hugsanlegrar breytinga í ljósi nýrra laga um fæðingarorlof.
4. Önnur mál.
1. Hjördís lagði fram samantekt um afgreiðslu félagsmálastjóra í febrúar og mars, skv. reglum um fjárhagsaðstoð.
2. Félagsmálanefnd ræddi aðstæður í stórum skólabílum m.a. með tilliti til áreitis og öryggis barna í bílunum og beinir þeim tilmælum til bæjarstjórnar hvort ekki sé ástæða til að skólaliði sé með í ferðum til þess að annast gæslu. Nefndin óskar þess að bæjarstjórn skoði þessi mál gaumgæfilega fyrir næsta haust þegar skólinn í Borgarnesi verður orðinn einsetinn.

Fundi slitið kl. 10.00
Kristín M. Valgarðsdóttir,
fundarritari.