Fara í efni

Félagsmálanefnd

97. fundur 13. mars 2001 kl. 09:00 - 09:00 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 97 Dags : 13.03.2001
Fundur var haldinn í félagsmálanefnd Borgarbyggðar þriðjudaginn 13. mars 2001 að Borgarbraut 11 og hófst kl. 9.°°
Mætt voru:
aðalfulltrúar:Sigrún Símonardóttir
Birgir Hauksson
Eygló Egilsdóttir
Kristín M.Valgarðsdóttir
Ingveldur Ingibergsdóttir
félagsmálastjóri: Hjördís Hjartardóttir
Dagskrá:
1. Umsókn um viðbótarlán.
1. Samþykkt að veita viðkomandi aðila viðbótarlán að hámarki kr. 2.971 þús. Samþykktin gildir í 4 mánuði.
2. Endurnýjuð umsókn. Samþykkt að veita viðkomandi aðila viðbótarlán að hámarki kr. 2.540 þús. Samþykktin gildir í 4 mánuði.
2. Umsókn um fjárhagsaðstoð.
Fært í trúnaðarmálabók.
3. Kynning á drögum að vímuvarnarstefnu Borgarbyggðar.
Hjördís lagði fram drög að vímuvarnarstefnu Borgarbyggðar. Farið var ítarlega yfir þau. Félagsmálanefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti og það að tómstundanefnd beri ábyrgð á framkvæmd stefnunnar en leggur áherslu á náið samstarf nefndarinnar við starfsmann félagsmálanefndar og aðra þá aðila sem koma að málefnum barna og unglinga.
4. Önnur mál.
1. Sigrún lagði fram kveðju frá Steinunni Ingólfsdóttur Svíþjóð.
2. Hjördís tilkynnti að Rauði krossinn ætlaði að hætta að keyra út matarbakka til ellilífeyrisþega. Félagsmálastjóra falið að kynna málið fyrir bæjarstjórn.
3. Hjördís lagði fram bréf frá Jafnréttisstofu þar sem kynnt voru fjögur málþing á vegum þeirra sem kallast "Það læra börn...". Málþing um jafnrétti í samstarfi foreldra við fæðingu barns.
Fundi slitið kl. 10.20
Kristín M. Valgarðsdóttir,
fundarritari.