Fara í efni

Félagsmálanefnd

2. fundur 09. ágúst 2006 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur
Félagsmálanefnd, fundur nr. 2 Dags : 09.08.2006
2. fundur félagsmálanefndar Borgarbyggðar haldinn miðvikudaginn 9. ágúst, 2006, kl. 16:00, að Borgarbraut 14.
 
Mættir: Kristín Valgarðsdóttir, Jónína Heiðarsdóttir, Guðbjörg Sólveig Sigurðardóttir, Jóhannes Freyr Stefánsson og Haukur Júlíusson.
 
Auk þess sat fundinn Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri.
 
1. Tillögur að reglum varðandi félagsþjónustu fyrir nýtt sveitarfélag.
 
Ákveðið að biðja félagsmálastjóra að sjá um að gera orðalagsbreytingar á reglum um fjárhagsaðstoð og tala við vinnumiðlun svæðisins um breytingar hjá þeim.
Reglur um úthlutun á félagslegum leiguíbúðum verði skoðaðar og óskað eftir upplýsingum um allt félagslegt húsnæði sem til er í nýstofnuðu sveitarfélagi. Sérstakar húsaleigubætur verði skoðaðar með tilliti til orðalagsbreytingar.
Fundarmenn fá gögnin send með fundarboði fyrir næsta fund.
 
 
2. Þjónusta við aldraða – stefnumótun - áætlanir. Lagt fram bréf Byggðaráðs dags. 4. ágúst 2006.
Ákveðið að gera framkvæmdaáætlun og samþykkt að skipa 3 manna starfshóp sem skilar inn skýrslu til félagsmálanefndar fyrir næsta fund. Hjördís, Jónína og Guðbjörg sitja í starfshópnum.
3. Umsókn um stuðning á heimili vegna fatlaðs barns.
Samþykkt, skráð í trúnaðarmálabók.
 
4. Umsókn um stuðning vegna tekjutaps vegna langveiks barns.
Samþykkt skráð í trúnaðarmálabók.
 
5. Umsókn um fjárhagsaðstoð vegna sumardvalar barns.
Samþykkt skráð í trúnaðarmálabók.
 
6. Umsókn um leyfi til dagvistunar á einkaheimili.
 
Leyfi veitt fyrir 4 börnum til 6 mánaða þar til námskeið hefur verið sótt, Dagbjört Skaftadóttir , kt, 241269-4939, Fálkakletti 4, Borgarnesi.
 
7. Lagt fram bréf Byggðaráðs, dags. 4. ágúst 2006, varðandi stefnumótun í málefnum innflytjenda.
Samþykkt að Hjördís félagsmálastjóri sitji í vinnunefnd ásamt fulltrúum frá fræðslunefnd og menningamálanefnd.
 
 
 
 
Fundi slitið kl. 18:50
 
Guðbjörg S. Sigurðardóttir ritaði fundargerð.
 
Haukur Júlíusson Jóhannes Stefánsson
Kristín M. Valgarðsdóttir Guðbjörg Sólv. Sigurðardóttir
Jónína Heiðarsdóttir