Fjallskilanefnd Kolbeinsstaðahrepps
Fjallskilanefnd Kolbeinsstaðahrepps, fundur nr. 7
Dags : 27.08.2009
Fimmtudaginn 27. ágúst 2009 kl. 20.30 kom fjallskilanefnd Kolbeinsstaðahrepps saman á Heggstöðum
Mættir voru Albert Guðmundsson, Ásbjörn Pálsson og Sigurður Hallbjörnsson.
1. Niðurjöfnun fjallskila.
Á forðagæsluskýrslu eru 5892 vetrafóðraðar kindur lagt er á 5756 vetrafóðraðar kindur
ekki er lagt á þá sem eiga 50 eða færri og ellilífeyrisþega. 49 dagsverk voru lögð á 117 kindur
í dagsverkinu dagsverkið er metið á 8000 kr. og skulu menn greiða það í fjallskilasjóð fyrir 1. des 2009 ef þeir gera þau ekki .
Ekki fleira tekið fyrir
Fundi slitið kl. 24.00
Fundargerð var lesin upp og samþykkt.
Ásbjörn Pálsson ritari