Fara í efni

Fjallskilanefnd Kolbeinsstaðahrepps

18. fundur 27. ágúst 2015 kl. 20:00 - 00:30 á Jörfa
Nefndarmenn
  • Jónas Jóhannesson formaður
  • Ásbjörn Pálsson aðalmaður
  • Sigrún Ólafsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Sigrún Ólafsdóttir
Dagskrá

1.Fjallskil 2015

1612015

Jafnað var niður fjallskilum fyrir haustið 2015
Samkvæmt nýrri fjallskilareglugerð nr. 683 þann 28. júlí 2015 eru gerðar breytingar á álagningu fjallskila. Fjallskil og kostnað vegna þeirra skal meta til peningaverðs og á fjallskilaskylda aðila í hlutfalli við tölu fjallskilaskylds búfjár samkvæmt forðagæsluskýrslu.
Fjallskil skulu innt af hendi með vinnu, enda sé hún metin til peningaverðs, ella greiðist þau með peningum.

Dagsverk skal metið á krónur 10.000.-
Fjallskilagjald á hverja kind er krónur 117.-

Fundi slitið - kl. 00:30.