Fara í efni

Fræðslunefnd Borgarbyggðar

188. fundur 02. apríl 2020 kl. 15:00 - 15:35 Fjarfundur í TEAMS
Nefndarmenn
  • Magnús Smári Snorrason formaður
  • Sigrún Sjöfn Ámundadóttir aðalmaður
  • Axel Freyr Eiríksson aðalmaður
  • Sigurbjörg Kristmundsdóttir aðalmaður
  • Rakel Bryndís Gísladóttir aðalmaður
  • Ástríður Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Anna Magnea Hreinsdóttir Sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúar Tónlistarskóla Borgarfjarðar, þau Theódóra Þorsteinsdóttir skólastjóri og Birna Þorsteinsdóttir fulltrúi kennara sátu fundinn.
Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúar grunnskóla, þau Helga Jensína Svavarsdóttir skólastjóri, Þórunn Kjartansdóttir fulltrúi kennara og Jónína Svavarsdóttir fulltrúi foreldra. Að auki áheyrnarfulltrúar leikskóla, þau Kristín Gísladóttir leikskólastjóri, Aðalheiður Kristjánsdóttir fulltrúi kennara og Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir fulltrúi foreldra.

1.Tillaga um notkun fjarfundabúnaðar

2003157

Ákvörðun sveitarstjórnar um fjarfundi fastanefnda og leiðbeiningar.
Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum í mars að heimila fjarfundi sveitarstjórnar, byggðarráðs og annarra fastanefnda sveitarfélagsins án þess að fjarlægðir séu miklar, samgöngur innan sveitarfélagsins erfiðar eða að mælt sé fyrir um notkun fjarfundabúnaðar í samþykktum sveitarfélagsins. Einnig samþykkti sveitarstjórn að staðfesting fundargerða sveitarstjórnar, byggðarráðs og annarra fastanefnda verði með öðrum hætti en mælt er fyrir um í 10 og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins, frá 15. janúar 2013, um ritun fundargerða, nr. 22/2013.
Fór formaður yfir leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga og hagnýt atriði vegna fjarfunda hjá sveitarfélögum. Stuðst verður við fjarfundabúnað á næsta reglulega fundi nefndarinnar sem haldinn verður samkvæmt áætlun 16. apríl nk.

2.Covid-19 - Fjölskyldusvið

2003177

Helstu upplýsingar um störf leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, frístundar og félagsmiðstöðva. Einnig um stöðu íþrótta- og tómstunda í sveitarfélaginu á tímum Covid-19.
Farið yfir helstu upplýsingar um störf leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, frístundar og félagsmiðstöðva frá því að samkomubann tók gildi þann 17 mars sl. Einnig um stöðu íþrótta- og tómstunda í sveitarfélaginu á tímum Covid-19. Samantekt um störf þessara stofnana hafa birst á heimasíðu Borgarbyggðar og hefur starf þeirra verið endurskoðað vikulega, á föstudögum, í ljósi aðstæðna. Hefur þurft að loka bæði Uglukletti og Klettaborg þar sem upp komu smit, en búið er að opna Ugluklett aftur fyrir börn foreldra á forgangslista Almannavarna eftir sótthreinsun þar sem einungis hluti starfsfólks var í sóttkví og engin börn. Klettaborg verður opnuð aftur eftir páska þegar sóttkví lýkur.Nefndarmenn voru sammála um að allir sem að skóla og frístundastarfi koma hafi staðið sig mjög vel og tekið vel á málum.

Fundi slitið - kl. 15:35.