Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar

9. fundur 06. mars 2020 kl. 08:30 - 12:00 í stóra fundarsal í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Freyr Kristbergsson formaður
  • Sigurður Guðmundsson aðalmaður
  • Orri Jónsson aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Magnús Smári Snorrason varaformaður
Starfsmenn
  • Sigurður Friðgeir Friðriksson skrifstofustjóri
  • Ragnar Frank Kristjánsson
  • Þórólfur Óskarsson
Fundargerð ritaði: Sigurður Friðgeir Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Stígagerð í Borgarnesi

2002029

Nefndin ræddi þær framkvæmdir sem unnar hafa verið að undanförnu í stígagerð í Borgarnesi. Annars vegar er um að ræða lagfæringar á aðgengi á stíg að Englendingavík og hins vegar nýjan stíg fyrir neðan Kjartansgötu. Nefndin er sammála um að vanda þarf vel til verka við framkvæmdir og þær séu vel kynntar áður en þær hefjast.
Fjallað var um aðrar gögnuleiðir í Borgarnesi og umhverfi þess, til að mynda tengingu yfir Borgarfjarðarbrú. Einnig tengingu við Hamars- og Kárastaðaland.

2.Gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónustugjalda byggingafulltrúa

2002081

Nefndin fjallaði um gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónustugjalda byggingarfulltrúa, þar sem skoðað var sérstaklega rúmmetragjald pr. byggðan m3 af atvinnu- og gripahúsum. Lagt var fram samanburðarskjal þar sem önnur sambærileg sveitarfélög voru borin saman er varðar rúmmetragjald fyrir atvinnu- og gripahús. Gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónustugjalda byggingarfulltrúa er sambærileg við önnur sveitarfélög.
Þórólfur Óskarsson fór af fundi að afloknum þessum lið.

3.Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar - uppfærsla

2001144

Lögð var fram Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar 2019-2026, húsnæðisáætlun er heildstæð áætlun sveitarfélags varðandi stöðu húsnæðismála í sveitarfélaginu. Frá haustinu 2018 hefur verið unnið að gerð húsnæðisáætlunar fyrir sveitarfélagið.
Nefndin leggur til umhverfis- og skipulagssvið taka saman upplýsingar varðandi mögulega á uppbyggingu á leiguhúsnæðis og uppbyggingu í Bjargslandi.

4.Gatnagerð í Reykholti

1909010

Hallveigartröð er ekki á forræði sveitarfélagsins, skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna erindinu.

5.Vegslóði um Brekkueinkunnir

1910075

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að reiðleið í landi Tungulækjar verður tekin út af aðalskipulagsuppdrætti við endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022.

6.Borgarbraut 33 lnr.135482 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

1912071

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja grenndarkynningu. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum fyrirhugaða framkvæmd bréflega. Málsmeðferð var samkvæmt 44. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynntar voru teikningar ásamt afstöðumynd dags. 05.12.19. Frestur til að gera athugasemdir við hana var til 14. nóvember sl. Engar athugasemdir bárust. Frestur til að gera athugasemdir við grenndarkynning var til 26. febrúar sl. Engar athugasemdir bárust er varðar breytingar á húsnæði. Sótt er um að fjölga íbúðum úr tveimur í fjórar íbúðir og hækkun á þaki.

7.Brákarbraut 18-20 lnr. 135555 - Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging

1908324

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki að málið fari í grenndarkynningu og feli Umhverfis- og skipulagssviði að kynna nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum fyrirhugaða framkvæmd bréflega eigendum aðliggjandi bygginga. Málsmeðferð verður samkvæmt 44. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynntar verða teikningar ásamt afstöðumynd dags. 19.08.19. Hagsmunaðilar hafa 4 vikna frest til að gera skriflegar athugasemdir. Að þeim tíma liðnum mun Skipulags- og byggingarnefnd taka afstöðu til athugasemda og gefa umsögn um athugasemdir til sveitarstjórnar.

8.Borgarvogur og Dílatangi lýsing á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022

1911148

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við Sveitarstjórn Borgarbyggðar að samþykkja lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, fyrir Borgarvog og Dílatanga í Borgarnesi.
Mörk skipulagsreita breytast. Kveldúlfsgata öll verður á reit Í5, sem minnkar vestan við kirkjugarð, þar sem verður opið svæði, en stækkar í átt að Þórðargötu. Kjartansgata og Þorsteinsgata verða á reit Í4. Reitur Þ1 stækkar bæði til norðausturs og að lóðinni Borgarbraut 61 og minnkar reitur M sem nemur þeirri lóð. Reitur O1 stækkar, sem nemur viðbót við landfyllingu. Skipulagslýsing dags. 08.11.2019 var kynnt íbúum og hagsmunaaðilum frá 16. janúar til 14. febrúar 2020. Ábendingar bárust sveitarfélaginu frá fjórum íbúum, ábendingar og umsagnir frá umsagnaraðilum voru lagðar fram á fundinum. Málsmeðferð skv. 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022

1809125

Skipulags- og byggingarnefnd fjallaði um Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022, kafla 4.9. Frístindabyggðarsvæði bls. 39, 4.19. Svæði undir náttúruvá bls. 71. Svæði á náttúruvá, þ.m.t. frístundabyggð, einnig var rætt aukning ferðaþjónustu í sveitarfélaginu og mikilvægi þess að fjallað sé um ferðaþjónustu í aðalskipulagi.

Fjallað var um 5m flóðalínu í hluta af sveitarfélaginu og hugmyndir um að endurskoða hana.


10.Endurskoðun á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, Skipulagslýsing

2002119

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við umhverfis- og skipulagssvið að hefja vinnu við skipulagslýsingu að endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022. Nefndin hefur fjallað um núverandi aðalskipulag á fundum sínum í vetur.
Skipulagslýsingin er verklýsing endurskoðunarinnar. Í lýsingunni er meðal annars gerð grein fyrir ástæðum endurskoðunar aðalskipulags­áætlunarinnar, helstu áherslum, forsendum, fyrirliggjandi stefnu, samráði, tímaferli, umhverfismati áætlunar og gildistíma.

11.Breyting á deiliskipulagi, Bjargsland II í Borgarnesi

1912089

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við Sveitarstjórn Borgarbyggðar að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð við Sóleyjarklett í Bjargslandi verði samþykkt til auglýsingar.
Markmið tillögu snýr að breytingu á tveimur fjölbýlishúsalóðum þar sem er gert ráð fyrir 28 íbúðum í eina sameiginlega lóð fyrir 6 tveggja hæða fjölbýlishús sem samtals 30 íbúðum. Um er að ræða 24 ca 90 m² íbúðir og 6 ca, 50 m² íbúðir. Stærð sameiginlegrar lóðar breytis ekki. Hámarkshæð frá neðsta gólfi (jarðhæð) að þakbrúnum er 6 metrar. Á lóð skal gera ráð fyrir tveimur bílastæðum fyrir hverja íbúð af stærri gerðinni og einu bílastæði fyrir fyrir hverja íbúð af minni gerð og eru þar með talið bílastæði fyrir fatlaða. Að öðru leyti gilda skipulagsskilmálar fyrir Bjargsland II, Svæðið I, sem samþykktir voru í sveitarstjórn Borgarbyggðar 8. Nóvember 2018. Málsmeðferð er skv. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Svæði til skógræktar- Yrkjuverkefni

2003013

Beiðni Skógræktarfélags Borgarfjarðar og Grunnskólans í Borgarnesi um skipulag svæðis til skógræktar fyrir Yrkjuverkefni lögð fram.
Skipipulags- og byggingarnefnd tekur vel í erindir og bendir á að umhvefis- og skipulagssvið er fyrirhugað að vinna deiliskipulag fyrir Hamars- og Kárastaðarland þar sem er gert ráð fyrir að útbúa útivistarsvæði með skógrækt. Nefndin leggur til að umhverfis- og skipulagssvið vinni áfram með málið.

13.Lögheimili í frístundarbyggð, fyrirspurn.

2003032

Sveitarfélaginu er lögum samkvæmt ekki heimilt að veita heimild til skráningu lögheimilis í frístundabyggð sbr. lög um lögheimili nr. 21/1990 með síðari breytingum. Í fyrrgreindum lögum kemur m.a. fram [ „Frístundabyggð" er skilgreind á eftirfarandi hátt: Frístundabyggð: Svæði fyrir frístundahús, þ.e. byggð sem ekki er ætluð til fastrar búsetu.]
Í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 kemur eftirfarnadi fram í gr. 6.2. :
h. Frístundabyggð (F).
Svæði fyrir frístundahús, tvö eða fleiri og nærþjónustu sem þeim tengist, þ.m.t. orlofshús og varanlega staðsett hjólhýsi. Föst búseta er óheimil í frístundabyggðum.
Út frá framangreindu sér skipulags- og byggingarnefnd því ekki möguleika á að heimila skráningu lögheimilis í frístundabyggð.

14.Húsafellstorfa, undirbúnings vinna að tillaga að breytingu aðalskipulags.

2003034

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að umhverfis- og skipulagssvið undirbúi vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir Húsafellstorfuna. Samráð verður haft við hagsmunaaðila.

15.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 163

1910017F

Fundargerðin lögð fram.

16.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 164

1912011F

Fundargerðin lögð fram.

17.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 165

2002001F

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 12:00.