Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar

10. fundur 03. apríl 2020 kl. 08:30 - 11:00 Fjarfundur í Teams
Nefndarmenn
  • Guðmundur Freyr Kristbergsson formaður
  • Logi Sigurðsson varaformaður
  • Sigurður Guðmundsson aðalmaður
  • Orri Jónsson aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Friðgeir Friðriksson
  • Ragnar Frank Kristjánsson
  • Þórólfur Óskarsson
Fundargerð ritaði: Sigurður Friðgeir Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Ytri-Skeljabrekka breyting á aðalskipulagi, skipulagslýsing

2001122

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Borgarbyggðar að samþykkja lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Kynnt lýsing var lögð fram dags. 20.12.2019. Þörf er á að breyta aðalskipulagi, þ.e. stækka frístundabyggð (F45) í landi Ytri-Skeljabrekku úr 25 ha í 44 ha og skilgreina tvö íbúðarsvæði (Í7 og Í8) fyrir þrjú íbúðarhús innan frístundabyggðarinnar, með hliðsjón af núverandi landnotkun. Núverandi byggð er hvorki í samræmi við gildandi aðalskipulag né deiliskipulag. Í gildandi aðalskipulagsáætlun er skilgreind landnotkun á skipulagssvæðinu, frístundabyggð (F45) og landbúnaður. Lögð var fram ein ábending sem barst sveitarfélaginu er varðar lýsingu. Málsmeðferð var samkvæmt 36. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Borgarbarvogur og Dílatangi, tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022

2003167

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við Sveitarstjórn Borgarbyggðar að samþykkja breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, fyrir Borgarvog og Dílatanga í Borgarnesi til auglýsingar. Mörk skipulagsreita breytast. Kveldúlfsgata öll verður á reit Í5, sem minnkar vestan við kirkjugarð, þar sem verður opið svæði, en stækkar í átt að Þórðargötu. Kjartansgata og Þorsteinsgata verða á reit Í4. Reitur Þ1 stækkar bæði til norðausturs og að lóðinni Borgarbraut 61 og minnkar reitur M1 sem nemur þeirri lóð. Reitur O1 stækkar, sem nemur viðbót við landfyllingu. Lögð var fram breytingartillaga dags. 17.03.2020. Málsmeðferð skv. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Borgarvogur í Borgarnesi, tillaga að nýju deiliskipulagi

2003168

Lagður var fram uppdráttur ásamt greinargerð dags. 02.04.2020, til kynningar. Talin er þörf á deiliskipulagi fyrir svæðið, sem er í raun nær fullbyggt, þar sem gert er ráð fyrir viðbyggingu við íþróttahúsið og nýjum stígum í tengslum við núverandi stígakerfi. Gert er ráð fyrir að stígarnir verði að hluta til á fyllingum meðfram ströndinni vestan við íþróttahúsið og einnig til austurs að enda Kjartansgötu. Einnig er gert ráð fyrir nýjum byggingarreit austan við íþróttahús fyrir dæluhús og við íþróttavöllinn fyrir tækjahús. Einnig er reitur fyrir lítið hús austan við íþróttahúsið fyrir félagsstarfsemi. Möguleiki er á lóni í víkinni norðaustan við íþróttahúsið.

4.Dílatangi í Borgarnesi, tillaga að deiliskipulagi

2003217

Lagður var fram uppdráttur ásamt greinagerð dags. 17.03.2020. Deiliskipulagstillagan nær yfir göturnar Dílahæð, Þórðargötu, Kveldúlfsgötu, Ánahlíð og hluta Borgarbrautar. Svæðið er að mestu íbúðahverfi, sem byggt var á árunum 1963-1982 og eru þar allar gerðir íbúðarhúsa, með samtals 134 íbúðum. Að auki er lóð fyrir hjúkrunarheimili og heilsugæslu, þar sem uppbygging hefur verið allt til ársins 2011, ásamt lóð fyrir kirkjugarð Borgarness. Í gildi hafa verið deiliskipulag frá árinu 2006 fyrir lóðirnar Borgarbraut 65 og 65A, þar sem eru hjúkrunarheimili, heilsugæsla og íbúðarhús fyrir aldraða og deiliskipulag frá árinu 2007 fyrir fjölbýlishús að Kveldúlfsgötu 29. Að öðru leyti hefur ekki verið til deiliskipulag fyrir svæðið í því formi sem lög og reglur gera nú ráð fyrir og því var talið nauðsynlegt að ráðast í þetta verkefni. Meginmarkmið skipulagsins eru að staðfesta lóðamörk, afmarka byggingarreiti og setja skilmála um mannvirki á lóðum og hugsanlega enduruppbyggingu.

5.Engjaás Munaðarnesi, tillaga að nýju deiliskipulagi

2004002

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Borgarbyggðar að samþykkja tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Engjaás í Munaðarnesi til auglýsingar. Lögð var fram tillaga dags. 31.03.2019. Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar er innan frístundasvæðis F61, í landi Munaðarness, skv. samþykktu Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 og tekur til 1,8 ha svæðis. Innan svæðisins eru skilgreindar tvær frístundalóðir. Á aðliggjandi landi eru engar deiliskipulagsáætlanir í gildi. Aðkoma að lóðum verður um Kýrholtsás sem tengist heimreið að Munaðarnesi (5294). Skipulagið er ætlað að skapa ramma utan um heildstæða og vistvæna frístundabyggð tveggja lóða, og að landnýting sé eins hagkvæm og kostur er. Landeigandi vill halda áfram uppbyggingu sem staðið hefur yfir í áratugi og fylgja línum sem lagðar eru í Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Ytri-Skeljabrekka, tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2020-2022

2004005

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Borgarbyggðar að samþykkja á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 til auglýsingar. Lögð var fram breytingartillaga. dags. 02.04.2020. Þörf er á að breyta aðalskipulagi, þ.e. stækka frístundabyggð (F45) í landi Ytri-Skeljabrekku úr 25 ha í 44 ha og skilgreina tvö íbúðarsvæði (Í7 og Í8) fyrir þrjú íbúðarhús innan frístundabyggðarinnar, með hliðsjón af núverandi landnotkun. Stærð íbúðarsvæðis er auðkennt með hringtákni á sveitarfélagsuppdrætti þar sem samanlögð stærð lóðanna er undir 6 hekturum. Núverandi byggð er hvorki í samræmi við gildandi aðalskipulag né deiliskipulag. Í gildandi aðalskipulagsáætlun er skilgreind landnotkun á skipulagssvæðinu, frístundabyggð (F45) og landbúnaður. Málsmeðferð verður samkvæmt 36. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Gönguleið frá Granastöðum að Borg

2004006

Göngu- og hjólreiðastígur frá Granastöðum yfir Fitjar að Borg á Mýrum. Framtíðar tenging á milli þéttbýlis í Borgarnesi við útvistarsvæði í landi Kárastaða og Hamars.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir legu göngu- og hjólreiðastígs meðfram Borgarvogi og að fyrirhuguðu útivistarsvæði í landi Kárastaða og Hamars. Lega göngu, hjólareiða og reiðvega í landi Kárastaða og Hamars mun verða lögð fram í rammaskipulagi sem fyrirhugað er að vinna á árinu 2020.


8.Skógarbrekkur 4 lnr.188642 - Umsókn um byggingarleyfi, frístundahús

2003045

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynnt verði fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum, fyrirhugaða framkvæmd bréflega. Málsmeðferð verður samkvæmt 44. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynntar verða teikningar ásamt afstöðumynd dags. 05.03.20. Sótt er um leyfi fyrir byggingu frístundahúss ásamt stakstæðri bílgeymslu á lóðinni. Í dag er aðalskipulag í gildi í hverfinu, deiliskipulag liggur ekki fyrir. Umsækjandi: Jón Magnús Halldórsson, kt. 091162-3509, f.h. eiganda Oddgeir Gylfason. Uppdrætti frá Jón Magnús Halldórsson, AKA Studio. Mælst er til þess að byggingar séu innan byggingarreits og fjarlægð bygginga séu að minnsta kosti 10 m frá lóðarmörkum.
Byggingarfulltrúi vísaði málinu til umfjöllunar hjá Skipulags- og byggingarnefnd til afgreiðslu.

9.Húsafell 1 lnr.176081 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

1912062

Grenndarkynnt hefur verið fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum fyrirhugaða framkvæmd bréflega. Málsmeðferð var samkvæmt 44. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynntar voru teikningar ásamt afstöðumynd dags. 11.12.19. Hagsmunaðilar höfðu 4 vikna frest til að gera skriflegar athugasemdir. Lagðar voru fram athugasemdir og tólf hagsmunaðilar skrifuðu undir athugasemdir.
Umsækjandi: Haukur Ásgeirsson, kt. 301255-4629 f.h. eiganda Sæmundar Ásgeirssonar kt. 120250-6719. Erindi: Sótt er um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsnæði. Um nýja byggingarleyfis umsókn er að ræða fyrir geymsluhúsnæðið, þar sem húsið er staðsett á byggingarreit utan verndaðs helgisvæðis skv. lýsingu Minjastofnunar Íslands. Húsið verður notað sem geymsluhúsnæði undir búnað tengdum rekstri gistiheimilis. Samkv. Aðaluppdrætti frá Ívari Haukssyni , kt: 110383-5339, stærðir: 147,0 m2 / 394,6 m3, Dags: 11.12.2019. Í dag er aðalskipulag í gildi í hverfinu, deiliskipulag liggur ekki fyrir. Byggingarfulltrúi vísaði málinu til umfjöllunar hjá Skipulags- og byggingarnefnd til afgreiðslu.
Nú er hafinn undirbúningur að breytingum á aðalskipulagi á svæðinu. Skipulags- og byggingarnefnd er með til skoðunar að fresta afgreiðslu málsins meðan undirbúningur fyrir skipulagsvinnu á sér stað.

10.Húsafell 1 lnr.176081 - Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging

2002116

Byggingarfulltrúi vísaði málinu til umfjöllunar hjá Skipulags- og byggingarnefnd.

Hafinn er undirbúningur að breytingum á aðalskipulagi á svæðinu. Skipulags- og byggingarnefnd er með til skoðunar að fresta afgreiðslu málsins meðan undirbúningur fyrir skipulagsvinnu á sér stað.

11.Egilsgata 6 lnr.135598 - byggingarleyfi, endurnýjuð umsókn

2003043

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynnt verði fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum fyrirhugaða framkvæmd bréflega. Málsmeðferð verður samkvæmt 44. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynntar verða teikningar ásamt afstöðumynd dags. 01.03.2020. Sótt er um leyfi til að breyta íbúðarhúsi og geymslu á lóð nr. 6 við Egilsgötu, í þrjár studioíbúðir á 1. hæð og eina íbúð á 2. hæð. Stærðir óbreyttar. Í dag er aðalskipulag í gildi í hverfinu, deiliskipulag liggur ekki fyrir. Bent er á að bílastæði fyrir íbúðir 101, 102 og 103 eru við Egilsgötu og eru stæði í eigu Borgarbyggðar. Borgarbyggð vinnur að fjölgun bílastæða á svæðinu. Umsækjandi: Helga Halldórsdóttir f.h. eigenda Egilsgötu 6. Uppdrættir frá Ragnari Má Ragnarssyni kt. 200373-5109, PLAN teiknistofa.

Byggingarfulltrúi vísaði málinu til umfjöllunar hjá Skipulags- og byggingarnefnd til afgreiðslu.

12.Afgreiðslufundir Byggingarfulltrúa

2004007

Skipulags- og byggingarnefnd fjallaði um afgreiðslufundi Byggingarfulltrúa. Lagt er til við byggingarfulltrúa að hafa tvo afgreiðslufundi í mánuði.

13.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 166

2003001F

Afgreiðslufundur Byggingarfulltrúa nr. 166 var lagður fram.

Fundi slitið - kl. 11:00.