Fara í efni

Sveitarstjórn Borgarbyggðar

195. fundur 12. mars 2020 kl. 16:00 í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Lilja Björg Ágústsdóttir Forseti
  • Finnbogi Leifsson aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
  • Logi Sigurðsson varamaður
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir aðalmaður
  • Silja Eyrún Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Guðmundur Freyr Kristbergsson aðalmaður
  • Sigrún Sjöfn Ámundadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Kristján Gíslason
Dagskrá
Forseti bar upp þá tillögu í upphafi fundar að á dagskrá yrðu tekin tvö mál. Annars vegar Ráðningarferli sveeitarstjóra og hins vegar Covit 19 - viðbragðsáætlun og vverða þessi mál þá nr. 19 og 20 á dagskrá fundarins.

Var það samþykkt samhljóða.
Finnbogi Leifsson tók við stjórn fundarins kl. 16:02

1.Kosning í ráð og nefndir- mars 2020

2003054

Lagt er að forseti sveitarstjórnar verði Lilja Björg Ágústsdóttir og að 1. varaforseti verði Magnús Smári Snorrason
Samþykkt samhljóða

Lagt er til að aðalmaður í byggðarráði verði Guðveig Lind Eyglóardóttir og varamaður verði Davíð Sigurðsson og að aðalmaður og varaformaður byggðarráðs verði Lilja Björg Ágústsdóttir og Silja Eyrún Steingrímsdóttir varamaður.
Samþykkt samhljóða

Lagt er til að aðalmaður í atvinnu- markaðs- og menningarmálanefnd verði Brynja Þorsteinsdóttir og varamaður hennar verði Hildur Traustadóttir.
Samþykkt samhljóða.

Lagt er til að aðalmaður í byggingarnefnd Hnoðrabóls verði Kristrún Snorradóttir í stað Dagnýjar Vilhjálmsdóttur.

Samþykkt samhljóða.
Lilja Björg Ágústsdóttir tekur við stjórn fundarins kl. 16:05

2.Skallagrímsgarður - stofnun afmælisnefndar

1806114

Afgreiðsla 516. fundar byggðarráðs:
"Rætt um skipun í afmælisnefnd Skallagrímsgarðs.
Byggðarráð tilnefnir Brynju Þorsteinsdóttur sem fulltrúa sveitarfélagsins í nefndina."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.

3.Félagsheimilið Valfell - verðmat

2001138

Afgreiðsla 516. fundar byggðarráðs:
"Rætt um sölu félagsheimilisins Valfells. Byggðarráð leggur til að félagsheimilið Valfell verði selt en einnig að eigandum lögbýlisins Brennistaða verði veitt tækifæri til að nýta forkaupsrétt á eigninni og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs með 8 atkv. FL situr hjá.

4.Viðauki við sorphirðusamning- söfnun lífræns

2001109

Afgreiðsla 517. fundar byggðarráðs.
"Á fundinn mættu Ólafur Thordersen, Birgir Kristjánsson og Gunnar Þór Haraldsson frá Íslenska gámafélaginu og Ragnar Frank Kristjánsson og Hrafnhildur Tryggvadóttir starfsmenn Borgarbyggðar og sátu hann meðan liðir 10 og 11 voru ræddir.
Samþykktur var og undirritaður var viðauki við sorphirðusamning milli Borgarbyggðar og Íslenska gámafélagsins hvað varðar söfnun lífræns úrgangs.
Viðaukinn verður lagður fram til afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn staðfestir viðauka við sorphirðusamning milli Borgarbyggðar og Íslenska gámafélagsins ehf samhljóða.

Til máls tóku GLE, HLÞ,

5.Upplýsingamiðstöð Borgarbyggðar

2001089

Afgreiðsla 517. fundar byggðarráð:
"Lögð fram tilboð tveggja aðila sem hafa áhuga á því að hýsa og reka upplýsingamiðstöð í Borgarbyggð. Ljóst er að tilboð Ljómalindar ehf. er lægra og því er ákveðið að ganga til samninga við það félag um rekstur upplýsingamiðstöðvar. Um er að ræða tímabundið tilraunaverkefni sem stendur yfir frá 1. apríl 2020 til áramóta. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.

6.Styrkbeiðni vegna Landsmót 50+

2002078

Afgreiðsla 518. fundar byggðarráðs:
"Lögð fram beiðni um fjármagn vegna utanumhalds, vinnu og viðhalds vegna landsmóts UMFÍ 50 . Byggðarráð samþykkir framkomna áætlun og vísar til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2020 og staðfestingar sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.

Til máls tók LBÁ.

7.Ósk um framkvæmdaleyfi vegna slóða í landi Hítarneskots

2002109

Afgreiðsla 518. fundar byggðarráðs:
"Lögð fram beiðni Nökkva Páls Jonssonar um framkvæmdaleyfi vegna slóða í landi Hítarneskots. Byggðaráð samþykkir að beiðnina og felur skipulagsfulltrúa að veita framkvæmdaleyfi fyrir verkinu."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.

8.Útboð á tryggingum

1910059

Afgreiðsla 518. fundar byggðarráðs:
"Byggðarráð samþykkir að gengið verði að tilboði VÍS á grundvelli tilboðs þeirra og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar."
Til máls tóku: DS, HLÞ, LBÁ, FL, DS, HLÞ,

Davíð Sigurðsson lagði fram tillögu um að málinu verði vísað að nýju til byggðarráðs og lagði ennfremur fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar framsóknarflokksins óska eftir því að þessum lið verði vísað inní byggðarráð til frekari umfjöllunar, það er ótækt að sveitarfélag geti ekki valið að versla við fyrirtæki í heimabyggð. Ef að sveitarfélagið velur ekki sem fyrsta kost að versla við fyrirtæki í heimabyggð hvernig getum við þá ætlast til þess að fyrirtæki kjósi að setjast hér að."

Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu aftur til byggðarráðs.

9.Aðalfundur SSV 1. apríl 2020

2003011

Afgreiðsla 518. fundar byggðarráðs:
"Tilnefningu fulltrúa í stjórn er vísað til sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn tilnefnir til setu í stjórn SSV Lilju Björgu Ágústsdóttur og varamaður hennar verði Magnús Smári Snorrason og Davíð Sigurðsson og varamaður hans verði Finnbogi Leifsson.

Samþykkt samhljóða.

Forseti lagði fram eftirfarandi fyrir hönd sveitarstjórnar.
" Tillaga að breytingu á 6. gr. laga samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
Fulltrúar í sveitarstjórn Borgarbyggðar munu leggja það til við aðalfund að breyting verði gerð á 6.gr laga SSV. Þar segir að sá sem kjörinn hefur verið aðalmaður í stjórn þrjú kjörtímabil í röð, þ.e. sex ár, er ekki kjörgengur til stjórnar næstu tvö ár. Munu fulltrúar sveitarfélagsins á aðalfundi leggja það til að kjörtímabilin verði fjögur eða samtals 8 ár.

Samþykkt samhljóða.

10.Landspildur í landi Hamars og Kárastaða

1312042

Afgreiðsla 518. fundar byggðarráðs:
"Lögð fram drög að erindisbréfi vinnuhóps um landsspildur.
Byggðarráð samþykkir framkomin drög að erindisbréfi vinnuhóps um landspildur og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna málið áfram.
Samþykkt að óska eftir tilnefningu frá Hestamannafélaginu Borgfirðingi í vinnuhópinn fyrir 12. mars n.k.
Margrét Vagnsdóttir og Davíð Sigurðsson eru skipuð fulltrúar Borgarbyggðar í nefndina og þeirri ákvörðun vísað til sveitastjórnar."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.

11.Borgarbraut 33 lnr.135482 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

1912071

Afgreiðsla Skipulags - og byggingarnefndar:
"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja grenndarkynningu. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum fyrirhugaða framkvæmd bréflega. Málsmeðferð var samkvæmt 44. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynntar voru teikningar ásamt afstöðumynd dags. 05.12.19. Frestur til að gera athugasemdir við hana var til 14. nóvember sl. Engar athugasemdir bárust. Frestur til að gera athugasemdir við grenndarkynning var til 26. febrúar sl. Engar athugasemdir bárust er varðar breytingar á húsnæði. Sótt er um að fjölga íbúðum úr tveimur í fjórar íbúðir og hækkun á þaki."
„Sveitarstjórn samþykkir grenndarkynningu. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum fyrirhugaða framkvæmd bréflega. Málsmeðferð var samkvæmt 44. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynntar voru teikningar ásamt afstöðumynd dags. 05.12.19. Frestur til að gera athugasemdir við grenndarkynning var til 26. febrúar sl. Engar athugasemdir bárust er varðar breytingar á húsnæði. Sótt er um að fjölga íbúðum úr tveimur í fjórar íbúðir og hækkun á þaki."

Samþykkt samhljóða.

12.Brákarbraut 18-20 lnr. 135555 - Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging

1908324

Afgreiðsla Skipulags - og byggingarnefndar:
"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki að málið fari í grenndarkynningu og feli Umhverfis- og skipulagssviði að kynna nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum fyrirhugaða framkvæmd bréflega eigendum aðliggjandi bygginga. Málsmeðferð verður samkvæmt 44. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynntar verða teikningar ásamt afstöðumynd dags. 19.08.19. Hagsmunaðilar hafa 4 vikna frest til að gera skriflegar athugasemdir. Að þeim tíma liðnum mun Skipulags- og byggingarnefnd taka afstöðu til athugasemda og gefa umsögn um athugasemdir til sveitarstjórnar."
"Sveitarstjórn samþykkir að málið fari í grenndarkynningu og feli Umhverfis- og skipulagssviði að kynna nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum fyrirhugaða framkvæmd bréflega eigendum aðliggjandi bygginga. Málsmeðferð verður samkvæmt 44. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynntar verða teikningar ásamt afstöðumynd dags. 19.08.19. Hagsmunaðilar hafa 4 vikna frest til að gera skriflegar athugasemdir. Að þeim tíma liðnum mun Skipulags- og byggingarnefnd taka afstöðu til athugasemda og gefa umsögn um athugasemdir til sveitarstjórnar."

Samþykkt samhljóða.

13.Borgarvogur og Dílatangi lýsing á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022

1911148

Afgreiðsla Skipulags - og byggingarnefndar:
"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við Sveitarstjórn Borgarbyggðar að samþykkja lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, fyrir Borgarvog og Dílatanga í Borgarnesi. Mörk skipulagsreita breytast. Kveldúlfsgata öll verður á reit Í5, sem minnkar vestan við kirkjugarð, þar sem verður opið svæði, en stækkar í átt að Þórðargötu. Kjartansgata og Þorsteinsgata verða á reit Í4. Reitur Þ1 stækkar bæði til norðausturs og að lóðinni Borgarbraut 61 og minnkar reitur M sem nemur þeirri lóð. Reitur O1 stækkar, sem nemur viðbót við landfyllingu. Skipulagslýsing dags. 08.11.2019 var kynnt íbúum og hagsmunaaðilum frá 16. janúar til 14. febrúar 2020. Ábendingar bárust sveitarfélaginu frá fjórum íbúum, ábendingar og umsagnir frá umsagnaraðilum voru lagðar fram á fundinum. Málsmeðferð skv. 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010."
"Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, fyrir Borgarvog og Dílatanga í Borgarnesi. Mörk skipulagsreita breytast. Kveldúlfsgata öll verður á reit Í5, sem minnkar vestan við kirkjugarð, þar sem verður opið svæði, en stækkar í átt að Þórðargötu. Kjartansgata og Þorsteinsgata verða á reit Í4. Reitur Þ1 stækkar bæði til norðausturs og að lóðinni Borgarbraut 61 og minnkar reitur M sem nemur þeirri lóð. Reitur O1 stækkar, sem nemur viðbót við landfyllingu. Skipulagslýsing dags. 08.11.2019 var kynnt íbúum og hagsmunaaðilum frá 16. janúar til 14. febrúar 2020. Ábendingar bárust sveitarfélaginu frá fjórum íbúum, ábendingar og umsagnir frá umsagnaraðilum voru lagðar fram á fundinum. Málsmeðferð skv. 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010."

Samþykkt með 7 atkv. GLE situr hjá. FL fjarverandi.

14.Breyting á deiliskipulagi, Bjargsland II í Borgarnesi

1912089

Afgreiðsla Skipulags - og byggingarnefndar:
"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við Sveitarstjórn Borgarbyggðar að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð við Sóleyjarklett í Bjargslandi verði samþykkt til auglýsingar. Markmið tillögu snýr að breytingu á tveimur fjölbýlishúsalóðum þar sem er gert ráð fyrir 28 íbúðum í eina sameiginlega lóð fyrir 6 tveggja hæða fjölbýlishús sem samtals 30 íbúðum. Um er að ræða 24 ca 90 m² íbúðir og 6 ca, 50 m² íbúðir. Stærð sameiginlegrar lóðar breytis ekki. Hámarkshæð frá neðsta gólfi (jarðhæð) að þakbrúnum er 6 metrar. Á lóð skal gera ráð fyrir tveimur bílastæðum fyrir hverja íbúð af stærri gerðinni og einu bílastæði fyrir fyrir hverja íbúð af minni gerð og eru þar með talið bílastæði fyrir fatlaða. Að öðru leyti gilda skipulagsskilmálar fyrir Bjargsland II, Svæðið I, sem samþykktir voru í sveitarstjórn Borgarbyggðar 8. Nóvember 2018. Málsmeðferð er skv. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010."
"Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð við Sóleyjarklett í Bjargslandi til auglýsingar. Markmið tillögu snýr að breytingu á tveimur fjölbýlishúsalóðum þar sem er gert ráð fyrir 28 íbúðum í eina sameiginlega lóð fyrir 6 tveggja hæða fjölbýlishús sem samtals 30 íbúðum. Um er að ræða 24 ca 90 m² íbúðir og 6 ca, 50 m² íbúðir. Stærð sameiginlegrar lóðar breytis ekki. Hámarkshæð frá neðsta gólfi (jarðhæð) að þakbrúnum er 6 metrar. Á lóð skal gera ráð fyrir tveimur bílastæðum fyrir hverja íbúð af stærri gerðinni og einu bílastæði fyrir fyrir hverja íbúð af minni gerð og eru þar með talið bílastæði fyrir fatlaða. Að öðru leyti gilda skipulagsskilmálar fyrir Bjargsland II, Svæðið I, sem samþykktir voru í sveitarstjórn Borgarbyggðar 8. Nóvember 2018. Málsmeðferð er skv. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010."

Samþykkt samhljóða.

Til máls tók GFK

15.Vegslóði um Brekkueinkunnir

1910075

Afgreiðsla Skipulags - og byggingarnefndar:
"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að reiðleið í landi Tungulækjar verður tekin út af aðalskipulagsuppdrætti við endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022."
"Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir að reiðleið í landi Tungulækjar verður tekin út af aðalskipulagsuppdrætti við endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022."

Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku GLE, FL, GFK,

16.Gatnagerð í Reykholti

1909010

Afgreiðsla Skipulags - og byggingarnefndar:
"Hallveigartröð er ekki á forræði sveitarfélagsins, skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna erindinu."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og samþykkir að hafna erindinu.

Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku HLÞ, LBÁ,

17.Endurskoðun öryggisþjónustu Borgarbraut 65a

2002021

Afgreiðsla velferðarnefndar:
"Nefndin samþykkir samningin og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Á fundi nefndarinnar í ágúst verður lagt mat á reynslu af þessu nýja fyrirkomulagi."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu velferðarnefndar samhljóða.

Til máls tóku: SES, GLE, LBÁ,

18.Skotæfingasvæði - athugasemdir v. skipulag_jan.2019

1901133

Forseti lagði fram svohljóðandi bókun:
"Lagt er til að Umhverfis- og skipulagssviði verði falið að gera sambærilegar athuganir á Ölduhrygg og gert var í Kárastaðalandi vegna skotæfingasvæðis svo hægt verði að bera svæðin saman og taka ákvörðun um framtíð skotæfingasvæðisins."

Samþykkt með 8 atkv. FL situr hjá.

Til máls tóku: DS, HLÞ, FL, GFK, HLÞ, LBÁ,

19.Ráðningarferli sveitarstjóra

1911090

Forseti leggur til að dagsetningu á ráðningarsamningi við Þórdísi Sif Sigurðardóttur verðir breytt úr 15. apríl 2020 til 26. mars 2020 og kemur hún því til starfa við þá dagsetningu.

Samþykkt samhljóða.

20.Covid 19 - viðbragðsáætlun

2003087

Forseti bar upp eftirfarandi bókun:
"Sveitarstjórn Borgarbyggðar lýsir yfir áhyggjum af þeirri stöðu sem er uppi á heimsvísu vegna COVID 19 faraldurs. Nú er ljóst að veiran mun hafa víðtæk heilsufarsleg, samfélagsleg og efnahagsleg áhrif.

Við blasir að okkar bíða mikilvæg og stór verkefni sem við erum þegar farin að takast á við með fjölþættum lausnum. Þá búa landsmenn að góðu heilbrigðiskerfi og hæfum viðbragðsaðilum í fremstu víglínu sem fylgjast náið með stöðu mála og bregðast við eftir þörfum.

Þegar í upphafi var alhliða viðbragð virkjað hjá sveitarfélaginu og farið hefur verið eftir öllum ítrustu leiðbeiningum frá ríkislögreglustjóra og landlækni að hverju sinni. Málið var fyrst tekið fyrir inni í byggðarráði 6. febrúar og hefur verið stöðug vinna í gangi síðan. Unnið er í góðu samstarfi við yfirvöld á svæðinu en svkölluð Aðgerðarstjórn á Vesturlandi (Lögreglan, HVE, og Rauði Krossinn) upplýsir sveitarfélagið um stöðu mála á hverjum degi.

Frá 9. mars sl. hafa verið daglegir stöðufundir með settum sveitarstjóra, sviðsstjórum, félagsmálastjóra og verkefnastjóra. Staðan er endurmetin hverju sinni og teknar ákvarðanir vegna ástandsins. Upplýsingum er síðan miðlað inn í stofnanir sveitarfélagsins sem eru flestar með tilbúnar aðgerðaráætlanir og farnar að vinna eftir þeim. Einnig er búið að minnka opnunartíma viðeigandi stofnana sveitarfélagsins til þess að vernda hópa sem eru í viðkvæmri stöðu.

Forstöðumenn og aðrir ábyrgðaraðilar fá póst frá verkefnastjóra eftir þörfum hverju sinni og gott upplýsingaflæði er á milli stofnana. Einnig hefur verkefnastjóri yfirsýn yfir allt efni sem kemur frá Ríkislögreglustjóra og Landlæknisembættinu og miðlar því áfram.

Verið er að leggja loka hönd á formlega aðgerðaráætlun fyrir sveitarfélagið sem mun birtast á heimasíðu Borgarbyggðar mjög fljótlega.

Ljóst er að þær aðstæður sem nú eru uppi munu hafa áhrif ferðaþjónustuna sem er stór atvinnugrein í sveitarfélaginu og samdráttur mun hafa víðtæk áhrif á afkomu fyrirtækja, íbúa og sveitarfélagsins. Afar mikilvægt er að ríki, sveitarfélög, fjármálastofnanir og aðrir lykil aðilar vinnumarkaðsins taki höndum saman til að létta undir við slíkar aðstæður og í framhaldinu að tryggja langtímaáhrif verði ekki neikvæð. Nauðsynlegt er að þessir aðilar vinni vasklega að því að móta markvissar mótvægisaðgerðir.

Það sem er mikilvægast við þessar aðstæður er að halda ró sinni, vera yfirveguð og láta ekki slá sig út af laginu. Þá hvetur sveitarstjórn íbúa til að hugsa sérstaklega vel að almennu hreinlæti og leitast við að fara eftir öllum fyrirmælum Landlæknis en ítrekað hefur komið fram að það er besta vopnið í baráttunni."

Samþykkt samhljóða

Til máls tóku: FL, HLÞ, GLE, EÓ, GFK, LBÁ,

21.Barnvænt samfélag - samningur

2003026

Afgreiðsla 518 fundar byggðarráðs
"Framlagður samningur milli Borgarbyggðar, Unicef og Félagsmálaráðuneytisins um verkefnið "Barnvænt samfélag". Byggðarráð samþykkir samninginn og vísar þeirri ákvörðun til staðfestingar sveitarstjórnar."
Afgreiðsla byggðarráðs samþykkt samhljóða.

22.Sveitarstjórn Borgarbyggðar - 194

2002003F

Fundargerðin framlögð

Til máls tók DS,

23.Byggðarráð Borgarbyggðar - 516

2002005F

Fundargerðin framlögð

Til máls tóku:
HLÞ um liði nr. 1 og 4.
GLE um liði nr. 1, 4 og 7.
HLÞ um lið nr. 7.
LBÁ um lið nr. 1, 4 og 14.

24.Byggðarráð Borgarbyggðar - 517

2002007F

Fundargerðin framlögð
Til máls tóku:
GLE um lið nr. 3
LBÁ um lið nr. 3
FL um liði 3 og 8. Hann leggur til að lið 8 verði vísað til byggðarráðs.
HLÞ um lið nr. 8.

Samþykkt samhljóða að vísa lið nr. 8 til byggðarráðs.

25.Byggðarráð Borgarbyggðar - 518

2002010F

Fundargerðin framlögð

Til máls tóku:
GLE um liði nr. 7, 11, 13 og 18.
FL um lið nr. 17
HLÞ um liði nr. 7
LBÁ um lið nr. 17
DS um liði nr. 5 og 11
GFK um lið nr. 11
FL um lið nr. 11
LBÁ um lið 7 og 18
GLE um lið nr. 7

Undir lið 11 leggur Guðveig Lind Eyglóardóttir fram tillögu um að Guðmundur Freyr Kristbergsson verði skipaður fulltrúi í vinnuhópi um framtíð gámasvæðis í stað Ragnars Frank Kristjánssonar.
Samþykkt samhljóða.

Guðveig Lind Eyglóardóttir lagði fram svohljóðandi bókun:
"Fulltrúar Framsóknarflokksins lýsa vonbrigðum með það að stjórnsýsluúttekt Capacent skuli ekki enn hafa verið lögð fram og hafna þeim útskýringum að ferlagreining og úrbótaáætlun sé ekki lokið. Hvorutveggja er þegar gerð skil í skýrslunni með fullnægjandi hætti.
Þann 9. maí 2019 staðfesti sveitarstjórn verkefnatillögu Capacent er
snéri að greiningu og mótun úrbótaáætlunar á þjónustuferlum sveitarfélagsins. Fyrir vinnuna greiddi sveitarfélagið um 3 milljónir.
Markmið verkefnisins var að greina og leggja mat á styrkleika og veikleika í þjónustu,
verkaskiptingu og samstarfi. Greina hvernig unnt væri að auka skilvirkni í stjórnkerfi bæjarins með breytingum á verkferlum og samstarfi, með sérstaka áherslu á
umhverfis- og skipulagssvið.
Móta úrbótaáætlun þar sem fram koma verkefni eða aðgerðir til að
auka samvinnu, afmá grá svæði og auka afgreiðsluhraða og þjónustu sveitarfélagsins. Þann 7. Nóv 2019 skilaði Capacent skýrslunni þar sem gagnleg úttekt og greining hefur verið gerð á stjórnsýslunni, varpað ljósi á veikleika og greinagóðar tillögur lagðar fram að úrbótum. Fulltrúar Framsóknarflokksins telja að engar frekari tafir megi vera á því að bæta veikleika í þjónustu, verkaskiptingu og samstarfi á umhverfis- og skipulagssviði."

26.Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 11

2001014F

Fundargerðin framlögð

Guðveig Lind Eyglóardóttir nefndarmaður í nefndinni kynnti efni fundargerðarinnar.

Til máls tóku:
HLÞ um lið nr. 6
LBÁ um lið nr. 6

27.Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 10

2001012F

Fundargerðin framlögð
Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir kynnti efni fundargerðarinnar.

Til máls tóku:
DS um lið nr. 5

28.Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 187

2001010F

Fundargerðin framlögð
Lilja Björg Ágústdóttir kynnti efni fundargerðarinnar.

Til máls tóku:
GLE um lið nr. 1, 3 og 7

29.Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 9

2002009F

Fundargerðin framlögð
Guðmundur Freyr Kristbergsson formaður nefndarinnar kynnti efni fundargerðarinnar.

Til máls tóku:
DS um lið nr. 2, 8, 12 og 13.
GFK um lið nr. 2, 8. 12 og 13.
GLE um lið nr. 1, 2 og 13
GFK um lið nr. 1
GLE um lið nr. 1
HLÞ um lið nr. 1
DS um lið nr. 1
HLÞ um lið nr. 1
DS um lið nr. 12
LBÁ um lið nr. 2, 12 og 1
FL um lið nr. 1 og 2
LBÁ um lið nr. 2
GFK um lið nr. 1
DS um lið nr. 2

Davíð Sigurðsson leggur til að lið nr. 2 verði vísað til byggðarráðs.
Samþykkt með 8 atkv. LBÁ situr hjá.

Guðveig Eyglóardóttir lagði fram svohljóðandi bókun:
"Það minnisblað sem lagt var fram undir þessum lið er ekki birtingarhæft og var nefndin sammála um það. Þetta endurspeglar alvarlegt ástand sem ekkert hefur verið aðhafst í. Hér er aðeins um sýnishorn af því alvarlega ástandi sem ríkir undir stjórn meirihlutans að ræða. Vandamál sem meirihlutinn hefur ekki haft getu til þess að leysa. Fulltrúar Framsóknarflokksins lýsa vonbrigðum með að þó að fyrir liggi greining Capacent og tillögur frá því í nóvember 2019 um úrbætur hefur lítið verið aðhafst."

Tekið er fundarhlé kl. 18:37 - Fundi framhaldið kl. 18:50

Guðmundur Freyr Kristbergsson lagði fram svohljóðandi bókun fyrir hönd meirihluta sveitarstjórnar:
"Sveitarstjórnarfundir eru ekki vettvangurinn til að ræða einstaka starfsmannamál. Ferlagreining Capacent er ekki heildstæð stjórnsýsluúttekt heldur greining á ákveðnum ferlum innan stjórnsýslunnar. Verið er að vinna heildstætt að eflingu gæða í stjórnsýslu og verklagi sveitarfélagsins og í umræðunni er að láta greina frekari ferla og mögulega móta heildstæða þjónustustefnu í kjölfarið. Því telur meirihlutinn ekki skynsamlegt að birta einstaka vinnugang sem lagt verður til grundvallar í þeirri vinnu. Mikilvægt er að að nýr framkvæmdarstjóri komi að vinnunni og verður hún sett í forgang eftir að sveitarstjóri hefur hafið störf nú síðar í þessum mánuði. Þó svo að meirihluti og minnihluti séu ekki sammála um það hvernig best sé að nálgast verkefnin að hverju sinni þá þýðir það ekki, að ekki sé verið að vinna í málunum."

30.Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 101

2003003F

Fundargerðin framlögð

Silja Eyrún Steingrímsdóttir formaður nefndarinnar kynnti efni fundargerðarinnar.

Fundi slitið.