Fara í efni

Tómstundanefnd Borgarbyggðar

5. fundur 26. október 2006 kl. 13:08 - 13:08 Eldri-fundur
Tómstundanefnd, fundur nr. 5 Dags : 26.10.2006
5. fundur tómstundanefndar
 
Fundur var haldinn í tómstundanefnd Borgarbyggðar í Ráðhúsi Borgarbyggðar fimmtudaginn 26. okt. 2006 kl. 16.30
 
Mætt voru:
 
Aðalfulltrúar:
Björn Bjarki Þorsteinsson
Ari Björnsson
Ásdís Helga Bjarnadóttir
Sigríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Sveinsdóttir
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi Indriði Jósafatsson
 
Einnig mættu á fundinn ungmenni úr Mími ungmennahúsi meðan málefni Mímis voru rædd:
 
Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir
Guðmundur Skúli Sigurðsson
Svanberg Rúnarsson
 
Dagskrá:
 
  1. Fjárhagsáætlun – drög
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti fyrstu drög af fjárhagsáætlun fyrir málaflokkinn.
Tómstundanefnd leggur til að bætt verði við einu stöðugildi í Félagsmiðstöðinni Óðali sem sérstaklega myndi leggja áherslu á forvarnarmál.
 
  1. Forvarnarmál
Rætt um forvarnarmál. Vinnuplagg lagt fram.
 
  1. Erindi frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti – Átakið Hreyfing fyrir alla.
Erindi kynnt.
 
  1. Erindi frá handknattleiksdeild Umf. Stafholtstungna
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að ræða við handknattleiksmenn vegna leikja.
 
  1. Mímir ungmennahús
Fulltrúar húsráðs Mími ungmennahúss mættu á fundinn og kynntu starf sitt í ungmennahúsinu.
Farið var yfir kosti og galla í núverandi starfi.
Rætt um framtíðaráform varðandi innra starf og húsnæðisþörf.
 
  1. Önnur mál
Ásdís Helga kynnti "Tröllið" námskeið fyrir ungmenni sem UMFÍ stendur fyrir.
 
 
 
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19.30
Indriði Jósafatsson
(sign)